Fjallað verður ítarlega um stöðuna í Úkraínu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þá lauk prófkjörum víða um land í dag þar sem farið verður yfir helstu úrslit og púlsinn tekinn á frambjóðendum í beinni útsendingu.
Ofbeldi í hinsegin samböndum er raunverulegt vandamál sem ekki má afneita. Þetta segja tvær hinsegin konur sem kalla eftir sérstökum úrræðum og vitundarvakningu.
Á tungumálið að vera kynhlutlaust? Á það að ná utan um alla eða öll? Fjöldi fólks breytir nú máli sínu í nafni jafnréttis og þar ryðja sér til rúms umdeild orð eins og leghafi - enda er litið svo á að ekki séu allir konur sem eru með leg.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.