Hafi farið eftir leiðbeiningum við ólögmæta skipun ráðuneytisstjóra Árni Sæberg skrifar 4. mars 2022 19:02 Áslaug Arna er vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands. Vísir/Vilhelm Vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segist hafa farið eftir leiðbeiningum í minnisblaði vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands þegar hún setti Ásdísi Höllu Bragadóttur sem ráðuneytisstjóra til þriggja mánaða án auglýsingar. Umboðsmaður Alþingis segir ráðninguna hafa verið ólögmæta. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur sent frá sér svar við áliti umboðsmanns Alþingis sem birt var í dag. Niðurstaða umboðsmanns Alþingis var að ráðning Ásdísar Höllu Bragadóttur sem ráðuneytistjóri nýs ráðuneytis Áslaugar Örnu hafi farið gegn ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Tilkynnt var í byrjun desember að Ásdís Halla hafi verið ráðin verkefnastjóri við undirbúning nýs vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis. Í lok janúar var svo tilkynnt að hún yrði tímabundið sett ráðuneytisstjóri. Hefði heldur viljað auglýsa tímanlega Áslaug Arna segist hefði fagnað því að geta auglýst stöðu ráðuneytisstjóra tímanlega í stað þess að setja tímabundið. „Það var leiðin sem ég vildi fara frá upphafi, en til þess hefði ég þurft að fara gegn ráðleggingum stjórnarráðsins,“ segir hún. Samkvæmt minnisblaði frá forsætis-, innviða- og fjármálaráðuneyti, sem fór fyrir ríkisstjórn í desember vegna verklags við breytingar á skipulagi Stjórnarráðs Íslands, hafi ekki verið forsendur fyrir öðru en að setja ráðuneytisstjóra tímabundið meðan auglýst væri og ekki lögformlegur grundvöllur til að auglýsa fyrr en forsetaúrskurður birtist. „Það var á grundvelli þeirra leiðbeininga sem auglýsing var birt og starfandi ráðuneytisstjóri settur með þeim hætti sem gert var,“ segir ráðherra. Mikilvægt að starfsmannalög verði endurskoðuð Þá segir hún að skýrt komi fram í áliti umboðsmanns að hann telji ekki að umrædd setning í embættið yrði metin ógild og dómstólum og jafnframt liggi fyrir að umrætt embætti hafi þegar verið auglýst. „Niðurstaða umboðsmanns dregur einnig fram að mínu mati mikilvægi þess að ákvæði starfsmannalaga verði endurskoðuð með tilliti til þess tómarúms sem skapast frá því að ákvörðun um að stofna nýtt ráðuneyti er tekin og þangað til því er komið á fót í forsetaúrskurði,“ segir Áslaug Arna að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Umboðsmaður Alþingis Stjórnsýsla Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira