Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, kom inn á og lék í tuttugu mínútur í þægilegum 7-0 stórsigri Wolfsburg á Sand í 8-liða úrslitum þýska bikarsins í fótbolta í dag.
Dominique Janssen, Felicitas Rauch og Maria-Joelle Wedemeyer voru á skotskónum ásamt tveimur mörkum frá bæði Joelle Smits og Rebecka Blomqvist. Sveindís lagði upp eitt markanna.
Bayern München og Bayer Leverkusen eru einnig komin í undanúrslitin en Henstedt-Ulzburg og Potsdam keppa núna um síðasta sætið í undanúrslitunum þar sem Potsdam er 0-5 yfir í hálfleik.