„Þetta var partur af hans lífsgleði“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 3. mars 2022 07:00 Ragnar Axelsson og Haraldur Diego í einum af þeirra ævintýrum saman í háloftunum. RAX „Loftmyndin er svolítið vanmetin í því sem hún gerir fyrir Ísland,“ segir Ragnar Axelsson ljósmyndari og flugmaður. Nýjasti þátturinn af RAX Augnablik var tileinkaður flugmanninum Haraldi Diego, sem lést í flugslysi á Þingvallavatni á flugvél sinni þann 3. febrúar síðast liðinn. „Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
„Hann hafði samband við mig sem ungur strákur, hann er aðeins yngri en ég. Hann hafði áhuga á ljósmyndun og alltaf þegar einhver hringir þá vil ég hjálpa til og miðla einhverju sem ég kann. Við urðum góðir vinir,“ segir RAX um fyrstu kynni sín af Haraldi, eða Hadda eins og hann kallar hann. Sárt saknað úr flugheiminum „Hann miðlaði af sinni reynslu til mín og við töluðum oft saman um hans drauma og það sem hann vildi gera í framtíðinni, það var mjög fallegt. Þetta var flinkur flugmaður og góður drengur. Hans verður sárt saknað úr flugheiminum.“ RAX fjallar í þættinum um áhrif ljósmynda af Íslandi sem birtast á erlendum samfélags- og fréttamiðlum. Haraldur hafði í mörg ár flogið með flesta þá sem vildu ná slíkum myndum af landinu okkar, enda var hann gríðarlega vinsæll á meðal erlendra ljósmyndara. „Það er ekki alveg sama hvernig þú myndar úr lofti og flugmenn verða að skilja hvað ljósmyndarinn hugsar þannig að þeir fljúgi rétt á þessi horn sem þarf að ná. Sumir fljúga bara fram hjá og það þýðir ekki að tala við þá. Haddi vissi hvernig átti að gera þetta og þeir elskuðu að fljúga með honum, bara honum,“ útskýrir RAX í þættinum. Hann segir að Haraldur hafi gert þetta fyrir ljósmyndara sem vinur þeirra. „Hann vildi hjálpa til og hjálpa þeim. Þetta var partur af hans lífsgleði.“ Þáttinn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
RAX Ljósmyndun Flugslys við Þingvallavatn Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01 RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01 Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29 Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Tónlist Fleiri fréttir Safaríkur kjúlingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Sjá meira
RAX Augnablik: „Ég þurfti að labba þarna berrassaður í sjóinn“ Á ferð sinni um Finnland, þegar Ragnar Axelsson ljósmyndari var að skrásetja lífið á norðurslóðum, langaði hann að ná myndum af hinni miklu gufubaðshefð sem Finnar halda í heiðri. 20. febrúar 2022 07:01
RAX Augnablik: „Ég vann við það að vera leiðinlegur“ Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur myndað náttúruhamfarir, skipsströnd, bráðnun jökla og erfiðar aðstæður um allan heim. En hann er líka mikill húmoristi og hefur tekið margar bráðsniðugar myndir síðustu ár. 12. desember 2021 07:01
Chris Burkard selur ljósmyndir til að safna fyrir fjölskyldu Haraldar Ljósmyndarinn og Íslandsvinurinn Chris Burkard hefur sett af stað söfnun fyrir fjölskyldu flugmannsins Haraldar Diego, sem lést í flugslysi við Þingvallavatn fyrr í mánuðinum. 15. febrúar 2022 10:29