Banna köfun að flakinu í Þingvallavatni til að tryggja sönnunargögn Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. mars 2022 16:32 Flugvélin fannst í Þingvallavatni og voru allir látnir um borð. Vatnið er enn ísi lagt og ólíklegt að það opnist á næstunni að sögn lögreglu. Vísir/Vilhelm Lögreglustjórinn á Suðurlandi hefur ákveðið að banna köfun í Ölfusvatnsvík frá og með deginum í dag þar sem enn á eftir að ná flaki flugvélarinnar TF-ABB á land. Ekki hefur reynst mögulegt að ná flakinu úr vatninu. Lögregla segist ekki vita til þess að einhver hafi reynt að kafa að flakinu en segist hafa vitneskju um umræðu um slíkt meðal þeirra sem þekkja til köfunar. Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Fjórir voru um borð vélarinnar TF-ABB þegar hún fórst við Þingvallarvatn í byrjun febrúar, flugmaður og þrír farþegar, og fundust lík þeirra þann 6. febrúar síðastliðinn eftir umfangsmikla leit. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni er bannið sett á til að tryggja þau gögn sem er að finna í flakinu en lögregla rannsakar nú slysið. „Bannið er sett til að tryggja að mikilvægum sönnunargögnum verði ekki raskað. Ákvörðun þessi jafngildir því að hald hafi verið lagt á flugvélarflakið á botni Þingvallavatns,“ segir í tilkynningunni. Til stóð að ná flakinu úr vatninu fyrr í mánuðinum en ákveðið var að hætta aðgerðum þar vegna íss sem lagði á vatninu. Aðstæður við vatnið voru síðan aftur skoðaðar í dag en vatnið er enn ísi lagt og ekki að vænta að það opnist á næstunni, að sögn lögreglu. „Ekki eru fyrirliggjandi upplýsingar um að óviðkomandi hafi reynt að kafa að því en hins vegar er vitneskja um umræðu um slíkt meðal einhverra sem mögulega hafa hvorki þekkingu, búnað eða reynslu til að fást við köfun við jafn krefjandi aðstæður á því dýpi sem hér um ræðir,“ segir í tilkynningunni. Aðstæður við vatnið voru skoðaðar í dag en það er enn ísi lagt.Mynd/Lögreglan á Suðurlandi
Flugslys við Þingvallavatn Lögreglan Þingvellir Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10 Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27 Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn á morgun Lögreglan á Suðurlandi og fleiri viðbragðsaðilar munu funda um framhald aðgerða við Þingvallavatn vegna flugslyssins sem þar varð í byrjun mánaðar á morgun. Þó er nokkuð ljóst að sú áætlun sem þar verður smíðuð verður ekki sett í gang fyrr en hlýnar og unnt verður að ganga í verkefnið án þess að veður setji strik í reikninginn. 14. febrúar 2022 13:10
Myndasyrpa: Mánuðir þar til skýrist hvað leiddi til slyssins Það gætu liðið mánuðir þar til rannsókn leiðir í ljós hvað gerðist þegar flugvél fórst í Þingvallavatni í síðustu viku. Aðgerðum við að endurheimta brak vélarinnar úr vatninu hefur verið frestað um nokkrar vikur hið minnsta. 11. febrúar 2022 20:27
Hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag vegna íss Ákveðið hefur verið að hætta aðgerðum við Þingvallavatn í dag þar sem stefnt var að því að ná flugvélinni TF-ABB af botni vatnsins. Ís er nú upp í fjögurra sentimetra þykkur og það sem brotið er leggur jafnharðan. 11. febrúar 2022 11:43