Gamli Liverpool-maðurinn verður landsliðsþjálfari eftir skipun forsetans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. mars 2022 15:01 Rigobert Song fagnar marki með Liverpool liðinu í desember 1999. Getty/Michael Steele /Allsport Rigobert Song er á góðri leið með að verða næsti landsliðsþjálfari Kamerún eftir góða hjálp frá forseta landsins. Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield. Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Song mun þar taka við starfinu af Toni Conceicao. Undir stjórn Conceicao þá náði Kamerún þriðja sætinu í Afríkukeppninni á dögunum en liðið var á heimavelli. Song er leikjahæsti landsliðsmaður Kamerún frá upphafi með 137 leiki fyrir Ljónin. Hann spilaði með landsliðinu frá 1993 til 2010. Former Liverpool defender Rigobert Song is set to be named Cameroon head coach on the orders of the country's president.More #BBCFootball— BBC Sport (@BBCSport) February 28, 2022 Í yfirlýsingu frá Kamerún segir að landsliðið þurfi nýtt líf. Þar kemur einnig fram að ráðningin sé komin til eftir beina fyrirskipun frá forseta landsins, Paul Biya. „Eftir fyrirskipun frá forseta landsins, þá mun Rigobert Song taka við landsliðsþjálfarastarfinu af herra Antonio Conceicao,“ sagði Narcisse Mouelle Kombi, íþróttamálaráðherra landsins. „Kamerúnska knattspyrnusambandið mun nú gera allar ráðstafanir þannig að þessi ráðning geti orðið að veruleika,“ sagði Kombi. Það er stutt í næsta leik því Kamerún spilar í umspili um sæti á HM seinna í þessum mánuði. Song spilaði með Liverpool frá 1999 til 2000 en hann fór þaðan til West Ham. Song spilaði einnig á Ítalíu, í Þýskalandi, Frakklandi og Tyrklandi á sínum ferli. Hann þjálfaði heimalandslið Kamerún frá 2015 til 2018 en það er landsliðsúrtak leikmanna sem spila í Kamerún. Song stýrði líka 23 ára landsliði Kamerún og hann ætti því að hafa góða yfirsýn yfir þá leikmenn sem eru að koma upp í landinu. Song spilaði 34 deildarleiki með Liverpool á sínum tíma. Einn af fáum leikjum hans með liðinu tímabilið 2000-01 var Evrópuleikur en Liverpool vann UEFA-bikarinn þetta tímabil. Það var hans eini titill á Anfield.
Enski boltinn Fótbolti Kamerún Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Þriðji sigur Chelsea í röð Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Sjá meira