Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni hjá Augsburg vegna meiðsla og sama má segja um Erling Braut Haaland hjá Dortmund.
Thorgan Hazard kom Dortmund í forystu eftir hálftíma leik en Noah Joel Sarenren Bazee tókst að jafna metin fyrir Augsburg þegar nokkrar mínútur lifðu leiks.
Dortmund að missa af lestinni í baráttunni um toppsætið þar sem liðið er nú átta stigum á eftir Bayern Munchen.
Með jafnteflinu lyfti Augsburg sér upp fyrir Hertha Berlin og upp í fimmtánda sæti deildarinnar en átján lið leika í þýsku úrvalsdeildinni.