Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Newcastle í gær (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Getty Images Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti „Við vorum bara flottir í kvöld“ Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira