Eriksen: „Að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning“ Atli Arason skrifar 27. febrúar 2022 12:31 Christian Eriksen í leiknum gegn Newcastle í gær (Photo by Marc Atkins/Getty Images) Getty Images Christian Eriksen snéri aftur á völlinn í gær, 259 dögum eftir að danski landsliðsmaðurinn dó á fótboltavellinum í Parken í Kaupmannahöfn í landsleik Danmerkur og Finnlands á EM 2020. Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford. Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira
Erkison fór í hjartastopp og var meðvitundarlaus í rúmlega fimm mínútur áður en hann var endurlífgaður. Á þeim tíma þegar Eriksen var borinn af leikvellinum var talið ólíklegt að hann myndi nokkurn tíman stíga aftur fæti inn á fótboltavöllinn. „Að frátöldum úrslitum leiksins þá er ég einn hamingjusamur maður,“ sagði Eriksen í viðtali eftir 0-2 tap Brentford gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í gær. „Að fara í gegnum það sem ég þurfti að upplifa og að vera kominn aftur á völlinn er yndisleg tilfinning.“ „Það voru allir hér á vellinum. Fjölskyldan mín, foreldrar mínir, börnin mín, tengdaforeldrar og nokkrir læknar sem hafa fylgt mér í gegnum allt ferlið. Það sem þau hafa þurft að fara í gegnum er mögulega erfiðara en það sem ég þurfti að fara í gegnum.“ Eriksen kom inn á völlinn í gær á 52. mínútu þegar honum var skipt inn á fyrir Mathias Jensen en kaldhæðnislega var það Jensen sem kom inn á fyrir Eriksen hjá danska landsliðinu þegar Eriksen varð að yfirgefa völlinn vegna hjartastopps í leiknum gegn Finnlandi á EM. Eftir atvikið á Parken var græddur bjargráður í Eriksen en reglur á Ítalíu meina íþróttafólki frá því að spila með slíkan búnað. Var því strax ljóst að Eriksen gæti ekki aftur spilað með Inter Milan, liðinu sem hann var samningsbundinn þegar atvikið átti sér stað. Stærsti sigur Eriksen er að lifa þessa óþægilegu lífsreynslu af. „Ég tapaði nokkrum mínútum,“ sagði Eriksen í viðtali sem birt var í leikja prógrammi Brentford fyrir leikinn í gær. „Ég var liggjandi á bakinu þegar ég vaknaði. Ég fann fyrir þrýstingi við brjóstkassann en ég átti í erfiðleikum með að anda. Ég heyrði bara í röddum læknanna sem voru að tala í kringum mig.“ „Ég man að ég hugsaði að þetta gæti ekki verið ég liggjandi þarna, ég er heilbrigður. Fyrstu hugsanir mínar voru að ég hefði bakbrotnað. Get ég hreyft lappirnar mínar? Get ég hreyft tærnar? Þetta voru fyrstu hugsanir mínar. Ég man eftir þessu öllu, nema þessar nokkrar mínútur sem ég var í himnaríki.“ „Þegar ég vaknaði upp eftir hjartahnoðið, var það eins og að vakna upp úr draumi. Það var ekki fyrr en í sjúkrabílnum sem ég áttaði mig á því að ég hefði dáið.“ Markmið Eriksen fyrir tímabilið eru einföld. „Fyrst og fremst að fá aftur tilfinninguna fyrir boltanum aftur og hjálpa Brentford að halda sér í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Christian Eriksen, leikmaður Brentford.
Enski boltinn Hjartastopp hjá Christian Eriksen Danmörk Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Fleiri fréttir Stuðningsmenn Palace mótmæltu UEFA: „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Liverpool reynir líka við Ekitike Sjáðu mörkin úr geggjuðum Blikasigri Aukinn áhugi á EM þrátt fyrir samkeppni við FIFA Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Steven Gerrard orðinn afi Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Sjá meira