Himinlifandi með afléttingar en hafa áhyggjur af nýrri ógn Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. febrúar 2022 22:01 Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða og Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags Menntaskólans í Reykjavík. Vísir/Einar/Stöð2 Lífið á Íslandi varð með öllu hömlulaust á miðnætti þegar allar sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirunnar voru felldar úr gildi. Framkvæmdastjóri í ferðaþjónustu og formaður nemendafélags fagna frelsinu en eru þó bæði uggandi yfir nýrri ógn. Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún. Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Þetta er í annað sinn frá upphafi faraldurs sem öllu er aflétt en það var áður gert í sumar, sem reyndist skammgóður vermir. Nú eru vonir bundnar við að afléttingar verði varanlegar. Grímuskylda, samkomutakmarkanir og nándarreglur heyra nú sögunni til - og fólk getur þannig óhindrað fallist í faðma við næsta mann. Þá var öllum aðgerðum einnig aflétt á landamærum, sem framkvæmdastjóri Kynnisferða segir sannarlega marka upphaf bjartari tíma í ferðaþjónustu. Aðgerðirnar fram að afléttingu hafi verið íþyngjandi - en nú sé von á góðu ferðasumri. „Það er meira að segja komið þannig að í ákveðnum hlutum rekstrarins getum við ekki bætt við okkur verkefnum, þannig að það er þegar byrjað að vera mjög mikið og meiri bókanir heldur en 2019 svona í ákveðnum hlutum,“ segir Björn Ragnarsson framkvæmdastjóri Kynnisferða. „Það er mikill ferðaþorsti, ekki bara í okkur Íslendingum heldur öllum í heiminum,“ heldur Björn áfram. Formaður skólafélags MR er himinlifandi með afléttingar, enda telur hún takmarkanir í faraldrinum einna helst hafa bitnað á ungu fólki. „Þetta eru fimm af sex önnum fyrir 2003 árgerðina sem er að útskrifast í vor, sem er rosalega sárt að hugsa til en maður verður samt sem áður bara að vera þakklátur fyrir það sem maður fær og njóta góðu stundanna,“ segir Sólrún Dögg Jósefsdóttir formaður skólafélags MR. En eitt tekur við af öðru. Björn segir vísbendingar um að ástandaði í Úkraínu sé byrjað að kæfa ferðavilja. „Við erum byrjuð að heyra það frá okkar viðskiptavinum í Bandaríkjunum að fólk hefur áhyggjur af þessu. Fólk kannski áttar sig ekki alveg á fjarlægðum, Úkraínu og Íslandi, og þetta bara leggur Evrópu undir.“ Og hjá unga fólkinu er útskriftarferð undir, sem ekki hefur náðst að fara í vegna Covid. „Og við vonum, hvernig sem ástandið verður í heiminum, að við fáum að fara í þessa ferð,“ segir Sólrún.
Ferðamennska á Íslandi Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira