Enn ein veðurviðvörunin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. febrúar 2022 15:21 Nú er það svart, eða reyndar appelsínugult og gult. Staðan á morgun samkvæmt spá Veðurstofunnar. Veðurstofan Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular og gular veðurviðvaranir fyrir morgundaginn. Veðurviðvaranir eru í gildi á öllu landinu á morgun. „Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi. Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
„Skammt stórra högga á milli – eða eigum við segja skammt appelsínugulra viðvarana á milli,“ segir á Facebook-síðu Veðurstofunnar þar sem athygli er vakin á veðurviðvörununum. Veðrið hefur þegar leikið landsmenn grátt í vikunni með víðtækum samgöngutruflunum og tjóni. Gefnar hafa verið út appelsínugular viðvaranir fyrir sex spásvæði og gular viðvaranir fyrir fimm. Það hvessir í nótt og fyrramálið, suðaustan 18-28 m/s á morgun með skafrenningi, snjókomu og síðar talsverðri slyddu eða rigning. Það var slæmt veður í vikunni og það er ekki reiknað með góðu veðri á morgun.Vísir/Vilhelm Frá og með klukkan ellefu á morgun taka appelsínugular veðurviðvarnir gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa og Suðurlandi. Slæmt ferðaveður og mikilvægt að hreinsa frá niðurföllum Á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir suðaustan 18-25 m/s með slyddu og síðar rigningu. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum, auk þess sem að bent er á að mikilvægt sé að hreinsa vel frá niðurföllum til að forðast vatnstjón vegna rigningar og leysingavatns. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu í vikunni.Vísir/Vilhelm Það sama gildir um Suðurland og Faxaflóa nema þar verður vindurinn heldur hvassari, á bilinu 23-28 m/s. Reikna má með snörpum vindhviðum og slæmu ferðaveðri. Skömmu eftir hádegi á morgun bætast við appelsínugular viðvaranir á Breiðafirði, Vestfjörðum og miðhálendinu. Á Vestfjörðum er varað við austan 20-25 m/s og eru víðtækar samgöngutruflanir og lokanir á vegum líklegar, ekkert ferðaveður. Gengur yfir landið Á sama tíma taka gular viðvaranir við á öðrum stöðum á landinu þar sem reikna má með að vegir teppist vegna snjókomu og hvassviðris. Eftir því sem líður á kvöldið falla viðvaranirnar úr gildi hver á eftir annarri, fyrst á suðvesturhorninu þar sem engin viðvörun er í gildi eftir klukkan 18. Reikna má með að veðrið verði afstaðið um miðnætti annað kvöld, en síðasta gula viðvörunin dettur úr gildi klukkan ellefu, á Austurlandi að Glettingi.
Veður Tengdar fréttir Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48 Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38 Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57 Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43 Mest lesið Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Sjá meira
Aflýsa óvissustigi vegna óveðursins Ríkislögreglustjór hefur í samráði við lögreglustjóra á landinu ákveðið að fara af óvissustigi Almannavarna, sem sett var á vegna óveðurs sem gekk yfir landið 21. og 22. febrúar. 24. febrúar 2022 14:48
Stutt í næstu lægð eftir sannkallað aftakaveður Óvenju sterkar vindhviður mældust í aftakaveðrinu sem gekk yfir í nótt og slógu í hátt í sjötíu metra á sekúndu á hálendinu, sem er með því hærra sem sést hefur. Víðtækar samgöngu- og rafmagnstruflanir urðu, þök rifnuðu af húsum og uppblásið íþróttahús í Hveragerði jafnaðist við jörðu. Veðurfræðingur segir að næsta lægð, sem væntanleg er á föstudag, líti ekki sérstaklega vel út. 22. febrúar 2022 19:38
Erum enn á lægðarbrautinni: „Við getum ekki hrósað happi alveg strax“ Gera má ráð fyrir áframhaldandi lægðargang næstu daga. Rauðar viðvaranir tóku gildi í gær á suðvesturhorni landsins, í annað sinn í þessum mánuði og í þriðja sinn frá því að litakóðunarkerfi Veðurstofunnar var tekið í notkun árið 2017. 22. febrúar 2022 17:57
Skemmdir á rafmagnslínum Landsnets hlaupa á tugum milljóna Víðtækt rafmagnsleysi er á landinu eftir nóttina og skemmdust bæði línur frá Veitum og Landsneti. Veðrið olli miklu álagi á flutningskerfi Landsnets og víðtækum truflunum á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum. 22. febrúar 2022 11:43