Forsætis- og utanríkisráðherra Íslands fordæma árásina á Úkraínu fortakslaust Jakob Bjarnar skrifar 24. febrúar 2022 08:41 Þórdís Kolbrún og Katrín hafa fordæmt árás Rússa fortakslaust. Þær eru hér ásamt Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra á tröppum ráðherrabústaðarins við Tjarnargötu. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkiráðherra hafa fordæmt árás Rússa án fyrirvara. Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“ Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Þetta gera þær Katrín og Þórdís á Twitter og er yfirlýsing þeirra á ensku. „Ég fordæmi þessa tilefnislausu árás Rússlands á Úkraínu. Hún er skýrt brot á alþjóðalögum. Kjarninn í utanríkisstefnu Íslands er virðing fyrir alþjóðalögum og friðhelgi landamæra og lögsögu. Ísland tekur undir og mun innleiða alþjóðlegar refsiaðgerðir vegna hernaðaraðgerðanna,“ segir Þórdís jafnframt á íslensku. Iceland strongly comdemns Russia‘s attack on #Ukraine - a flagrant breach of international law. We stand in solidarity with Ukraine & will take full part in international sanctions with friends & allies. Our thoughts are with those suffering from these violent acts of Russia.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 24, 2022 Katrín lýsir því einnig yfir að Ísland fordæmi fortakslaust hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu. Árásina segir hún óásættanlegt brot á alþjóðlegum lögum. Líf óbreyttra borgara eigi og hljóti ávallt að vera í fyrirrúmi. Og í sama streng tekur forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson en hann vitnar í twitter-færslu Katrínar. Iceland strongly condemns Russia's military attack on Ukraine. This act of war is against international law and puts millions of innocent lives in danger. https://t.co/5KXkXo56Fw— President of Iceland (@PresidentISL) February 24, 2022 Ýmsir íslenskir stjórnmálamenn aðrir taka í sama streng. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar hvetur til þess að við fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu: „Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku. Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.“ Fordæmum harðlega innrás Rússa í Úkraínu.Hún er ógnvekjandi árás á gildi okkar og atlaga að lýðræði. Sýnum afdráttarlausa samstöðu í gegnum Nato og með ESB. Afgerandi aðgerða er þörf. Putin þarf að mæta af fyllstu hörku.Kalda stríðið kann að falla í skuggann af því sem koma skal.— þorgerður katrín (@thorgkatrin) February 24, 2022 Annar stjórnarandstöðuþingmaður, Björn Leví Gunnarsson Pírati vitnar í fréttir; „forseti Rússlands hefur ákveðið að beita hernum til varnar aðskilnaðarsinnum“ og segir réttlætingarpólitíkina í hámarki. „Það er auðveldlega hægt að verja aðskilnaðarsinna á allt annan hátt. Hér ber Pútín þó ekki einn ábyrgð. Meintir „friðarsinnar“ sem ögra birninum verða að axla sinn hluta ábyrgðarinnar. Það hlakkar amk í öllum vopnaframleiðendum þegar svona atburðir gerast.“
Átök í Úkraínu Úkraína Utanríkismál Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08 Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08 „Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22 Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23 Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Fleiri fréttir Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Sjá meira
Vaknaði við sprengingar: „Það var sjokk að vakna við þetta í morgun“ Óskar Hallgrímsson ljósmyndari sem er búsettur í Kænugarði í Úkraínu vaknaði við sprengingar í nótt. Rússar hafa hafið innrás af fullum krafti en Óskar segir að stríður straumur sé af íbúum Kænugarðs út úr borginni. Fólk er að flýja vestur. 24. febrúar 2022 08:08
Segir að alþjóðasamfélagið muni draga Rússa til ábyrgðar Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur brugðist við því sem hann kallar „tilefnislausa og óréttlætanlega“ árás rússneskra hersveita á Úkraínu. Hann segir heiminn allan biðja fyrir Úkraínumönnum og standi með þeim. 24. febrúar 2022 07:08
„Þetta er stríð“ Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir að átökin sem hafin eru þar í landi séu stríð. Rússar hófu allsherjarinnrás í landið í morgun og sprengjum rignir nú yfir úkraínskar borgir. 24. febrúar 2022 07:22
Sprengjum rignir yfir Kænugarð Rússneskar hersveitir skutu flugskeytum á nokkrar borgir í Úkraínu í morgun. Stór hópur hermanna réðist þá inn í sunnanvert landið í morgun. 24. febrúar 2022 06:23