Arfleiddi félagið sitt óvænt að öllum milljónunum sínum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 12:31 Karlbergs Bollklubb minntist Lennart Alm á miðlum sínum. Instagram/@karlbergs_bollklubb Svíinn Lennart Alm kom félagi sínu mikið á óvart eftir að hann kvaddi þessa jörð. Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb) Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira
Alm átti enga að. Engin börn, enga fjölskyldu og enga ættingja. Hann elskaði hins vegar félagið sitt Karlbergs BK. Lennart Alm hafði keppt fyrir Karlbergs BK á sínum yngri árum og stutt það allar götur síðan. Liðið er lítið félag í Stokkhólmi en er orðið meira en hundrað ára gamalt. Fótboltaliðið er í fjórðu deildinni og hefur lengst spilað í neðstu deildunum. Lennart Alm hade ingen familj, men han hade sin klubb och åtta miljoner nu har hans sista vilja uppfylltshttps://t.co/EDNrbobhoN pic.twitter.com/EZJkiqdjzd— Aftonbladet (@Aftonbladet) February 20, 2022 Það kom hins vegar ekki í ljós fyrr eftir hans dauðdaga hversu miklu máli félagið skipti hann Lennart Alm. Lennart lést á sjúkrahúsi eftir veikindi en þegar menn sáu erfðaskrána kom sannleikurinn í ljós. „Allt fer til Karlbergs BK,“ skrifaði hann utan á bréfið með erfðaskránni og þar var hann einnig búinn að ganga frá öllu. Aftonbladet segir frá. Í búðinni hans mátti einnig finna alls konar hluti sem minnti á félagið. Verðlaun frá hans ferli, úrklippur og margskonar hlutir merktir Karlbergs BK. Þeir sem þekktu til þessa gamla manns gátu nú ekki búist við því að hann ætti mikil til að gefa. Margir hlutanna hans eiga vissulega heima á safni félagsins en þegar betur var að gáð þá hafði hann heilmikið að gefa. Lennart Alm hafði náð að safna að sér átta milljónum sænskra króna sem gera meira en 106 milljónir íslenskra króna. Forráðamenn Karlbergs BK trúðu varla sínum eigin augum þegar þeir komust að hinu sanna en eftir mjög erfiða tíma í tengslum við kórónuveirufaraldurinn þá er ljóst að þessar milljónir munu eiga mikinn þátt í að halda rekstri félagsins gangandi. View this post on Instagram A post shared by Karlbergs Bollklubb 1912 (@karlbergs_bollklubb)
Sænski boltinn Svíþjóð Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Rosalegt einvígi á Króknum Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Sjá meira