Draumur forsetans er að sjá Mbappe í Real og Haaland í Barcelona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2022 16:01 Kylian Mbappe heilsar Erling Haaland fyrir leik Paris Saint-Germain og Borussia Dortmund í Meistaradeildinni. Getty/Alex Grimm Við höfum lifað á tímum Cristiano Ronaldo og Lionel Messi í meira en áratug en nú erum við að sjá fyrir endann á blómatíma þeirra. Forseti La Liga á Spáni vill sjá tvær framtíðarstjörnur koma í deildina en ekki í sama liðið. Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira
Messi og Ronaldo voru erkifjendur og höfuðandstæðingar sem leikmenn Barcelona og Real Madrid og síðan þeir fóru úr deildinni hefur mikið vantað í deildina að mati margra. Javier Tebas, forstjóri La Liga, hefur augun á tveimur framtíðarstjörnum til að koma í þeirra stað. Þetta eru þeir Kylian Mbappe og Erling Haaland sem spila nú í frönsku og þýsku deildinni. Þeir hafa hins vegar verið orðaðir lengi við spænsku stórliðin. „Mín ósk er að við sjáum Haaland hjá Barca og Mbappe hjá Madrid,“ sagði Javier Tebas, forseti La Liga, í viðtali við ABC en hann sjálfur er Real Madrid maður. ESPN segir frá. Erling Haaland hefur líka verið orðaður við Real Madrid en mörgum finnst það ótrúlegt að Real geti náð í þá báða. „Ég vil að við verðum aftur jafnheppnir og áður þegar við vorum með tvo frábæra leikmenn, í þeim [Lionel] Messi og [Cristiano] Ronaldo, í tveimur bestu liðum heims. Það eru fleiri stuðningsmenn La Liga en það eru Madridistar,“ sagði Tebas. Kylian Mbappe getur komið á frjálsri sölu frá Paris Saint Germain í sumar en það er hægt að kaupa upp samning Erling Haaland við Dortmund fyrir 75 milljónir evra sem er líklega langt undir markaðsvirði hans í dag. Báðir búast þeir aftur á móti við því að fá ofurlaun og það verður því allt annað en ódýrt að semja við þá báða. Framtíðin er þeirra þótt þeir hafi þegar löngu sannað sig á stærsta sviðinu. Kylian Mbappe er 23 ára gamall og Erling Haaland er bara 21 árs gamall. Það eru því tvö ár á milli þeirra alveg eins og hjá Messi og Ronaldo.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Sjá meira