Tuchel: Þurftum að þjást en gáfum aldrei færi á okkur Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2022 23:01 Thomas Tuchel segir að sigur sinna manna í kvöld hafi verið verðskuldaður. EPA-EFE/VICKIE FLORES Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, var eðlilega ánægður með sigur sinna mann gegn Lille í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Hann segir að þrátt fyrir erfiðan leik hafi sigurinn verið verðskuldaður. „Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
„Ef við værum enn með regluna um útivallarmörk þá væri þetta enn betra en við héldum hreinu enn eina ferðina og áttum þetta skilið,“ sagði Tuchel að leik loknum. „Við þurftum að leggja mikið á okkur til að koma í veg fyrir að þeir fengju færi því þeir eru með sterkt lið. Við vorum upp og niður með góð og ekki jafn góð augnablik, en við gáfum þeim aldrei góð færi. Við vorum góðir og unnum vel saman í erfiðum leik, en áttum sigurinn skilinn.“ „Við breyttum skipulaginu aðeins og vorum með þrjá á miðjunni. Við byrjuðum virkilega vel í seinni hálfleik en duttum svo aðeins niður eftir markið. Við vorum aðeins djúpir og ekki nógu hreyfanlegir í fremstu víglínu og þurftum að þjást aðeins en gáfum aldrei færi á okkur. Við vörðumst föstum leikatriðum vel og trúðum á verkefnið. Sýndum mikla baráttu ig skoruðum mjög gott seinna mark og fengum færi til að klára þetta með því þriðja.“ Mateo Kovacic og Hakim Ziyech þurftu báðir að fara af velli snemma í síðari hálfleik vegna meiðsla, en Tuchel segist ekki vita hversu alvarlegt það er. „Ég veit það ekki. Ég hefði átt að taka Mateo Kovacic af velli í hálfleik. Ég hef ekki talað við læknateymið um Hakim [Ziyech], en ég vona að það sé ekki of alvarlegt.“ „Í dag er þriðjudagur og það eru enn margir dagar til að jafna sig fyrir sunnudaginn. Við viljum ekki hafa svona mörg meiðsli og þurfa þá að kalla á fleiri af bekknum og breyta skipulaginu. Ég vona að þeir verði klárir fyrir sunnudaginn,“ sagði Þjóðverjinn. Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante skilaði enn einni stjörnuframmistöðunni fyrir Chelsea og var að launum valinn maður leiksins. Tuchel var að sjálfsögðu ánægður með sinn mann og hrósaði honum eftir leik. „Ég var virkilega ánægður með hann í dag. Þetta tók smá tíma. Hann er búinn að eiga aðeins erfitt með trúnna og ákafann í seinustu leikjum.“ „Það var gott að sjá hann stíga upp í dag. og maður sér strax hvaða áhrif hann hefur á leikinn. Hann er sá sem getur breytt leikjum fyrir okkur. Hann hafði gríðarleg áhrif á liðið í dag,“ sagði Tuchel að lokum.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Sárt tap gegn Dönum á HM Handbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira