Felur lögmanni að krefjast upplýsinga um boðun aðalfundar Árni Sæberg skrifar 18. febrúar 2022 18:40 Sólveig Anna Jónsdóttir fékk endurnýjað umboð til formanns í kosningum á þriðjudag. Stöð 2/Egill B-listinn undir forystu Sólveigar Önnu Jónsdóttur hefur falið lögmanni að krefjast þess að upplýst verði um hvenær boðað verði til aðalfundar Eflingar. Sólveig Anna, sem vann á dögunum formannskosningar í Eflingu, segir núverandi formann og varaformann sitja umboðslausa. Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Sólveig Anna segir þær Agnieszku Ewu Ziolkowska og Ólöfu Helgu Adolfsdóttur, sitjandi formann og varaformann, ekki hafa haft neitt samband við sig í kjölfar öruggs sigurs hennar í formannskosningum á dögunum. Hvorki til að óska henni til hamingju með sigurinn né ræða „praktísk“ mál. Sólveig Anna hefur sagst vilja að stjórnaskipti í Eflingu fari fram sem allra fyrst. Til þess að Sólveig Anna og B-listi geti tekið við völdum þarf aðalfundur Eflingar að fara fram. Þann 12. nóvember síðastliðinn ályktaði trúnaðarráð Eflingar að flýta skyldi kosningum til stjórnar og aðalfundi. Kosningar skyldu fara fram fyrir 15. febrúar og aðalfundur fyrir 15. mars. Kosningar fóru fram á þriðjudag 15. febrúar. Sólveig Anna fór sem áður segir með sigur af hólmi og nú er hana og félaga hennar á B-lista farið að lengja eftir aðalfundi og valdaskiptum. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Sólveig Anna að sitjandi formaður og varaformaður fari ekki að vilja trúnaðarráðs með því að hafa ekki upplýst um það hvenær aðalfundur fari fram. „Í stað þess að hegða sér með sómasamlegum hætti í kjölfar lýðræðislegra kosninga og í samræmi við það embætti sem hún gegnir er varaformaður Eflingar, Ólöf Helga Adolfsdóttir, í rökræðum á samfélagsmiðlum um það afhverju hún ætlar sér ekki að framfylgja vilja trúnaðarráðs félagsins, æðsta valds í málefnum félagsins á milli félagsfunda,“ segir Sólveig Anna. Í ljósi þeirrar stöðu hafi B-listi falið lögmanni að senda sitjandi formanni, Agnieszku Ewu Ziolkowska, bréf þar sem óskað er eftir því að upplýst hvenær fyrirhugað sé að halda aðalfund. Bréfið má sjá hér að neðan:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20 Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Veðurvaktin: Allt á kafi í snjó á metdegi Veður Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Fleiri fréttir Hóflega bjartsýnn fyrir viðræðum dagsins Fjárútlát ríkislögreglustjóra fari afar illa í lögreglumenn Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Sólveig Anna segir samstarfið undir starfsmönnum Eflingar komið Sólveig Anna Jónsdóttir vonar að starfsfólk skrifstofu Eflingar skilji hvað felist í því að hún mæti á ný til forystu með endurnýjað umboð félagsfólks. Hún fái vonandi vinnufrið til að hefja undirbúning að gerð komandi kjarasamninga. Framhaldið sé undir starfsfólki komið. 16. febrúar 2022 19:20
Nýr formaður og stjórnarfólk Eflingar velkomið að stefnumótun kjarasaminga Starfandi varaformaður Eflingar telur enga þörf á að kalla saman aukaaðalfund í félaginu til að flýta stjórnarskiptum og aðkomu nýrrar forystu að mótun kröfugerðar fyrir komandi kjarasaminga. Nýkjörinn formaður og stjórnarfólk væri velkomið að taka þátt í þeirri vinnu nú þegar. 17. febrúar 2022 13:02