Starfsfólk Eflingar átti samverustund í morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. febrúar 2022 09:10 Skrifstofur Eflingar í Guðrúnartúni í Reykjavík. Vísir/Egill Starfsmenn á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni kom saman til fundar í morgun klukkan 8:15. Framkvæmdastjóri stéttarfélagsins segir fundinn hafa verið rólega samverustund þar sem fólk hafi minnt sig á það mikilvæga starf sem fólk sinni fyrir félagsmenn sína. Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl. Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir fékk í gær meirihluta atkvæða í kjöri til formamns Eflingar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi verið hörð. Í sigurræðu sinni í gærkvöldi á Barion á Granda sagði Sólveig Anna að hún hefði aldrei orðið vitni af jafn hatrammri kosningabaráttu, og vísaði þá til andstæðinga sinna. „En okkur tókst þetta og við erum búin að vinna sigur í þessum kosningum. Ég vil að við tökum smá tíma til að meðtaka það að eftir allt sem á hefur gengið, allan þann trylling sem á hefur gengið, þá tókst okkur að fá samþykki félagsfólks Eflingar fyrir því að við á Baráttulistanum eigum að fá að stýra efnahagslegri réttlætisbaráttu verka- og láglaunafólks á höfuðborgarsvæðinu,“ sagði hún við mikinn fögnuð viðstaddra. Andstæðingarnir sem Sólveig Anna vísar til eru meðal annars fyrrverandi og núverandi starfsmenn á skrifstofu Eflingar sem hafa hvorki borið henni né Viðari Þorsteinssyni, fyrrverandi framkvæmadstjóra Eflingar, vel söguna. Mætti álykta sem svo að starfsmenn á skrifstofu væru einhverjir uggandi yfir niðurstöðu gærkvöldsins þó hugur félagsmanna hafi verið skýr. Listi Sólveig Önnu hlaut 52 prósnet atkvæða en A-listi uppstillingarnefndar með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur sem formannsefni hlaut 37 prósent. Kjörsókn var um 15 prósent sem er talsvert meiri en fyrir fjórum árum þegar Sólveig var kjörin í formaður. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við Vísi að niðurstöður gærkvöldsins hafi ekki verið í aðalhlutverki á fundinum í morgun. „Við komum saman og áttum samverustund. Minntum hvert annað á hvað það er mikil hugsjón í okkar starfi, sem útskýrir kannski hitann sem hefur verið,“ segir Linda Dröfn. Starfsfólk á skrifstofunni starfi með hjartanu fyrir félagsmenn og þau hafi minnt sig á það í morgun, hve þjónustan sem félagið veiti sé mikilvæg fyrir fólkið. „Það er það sem þetta snýst allt um.“ Nýr formaður tekur við á aðalfundi Eflingar sem Linda segir að fari venjulega fram í apríl.
Ólga innan Eflingar Tengdar fréttir Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55 Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12 Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Erlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Fleiri fréttir Snorri sagður spúa hatri og Trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi Sjá meira
Sólveig Anna aftur kjörin formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir og Baráttulistinn bar sigur úr býtum í stjórnarkjöri Eflingar sem lauk í kvöld með yfir helmingi atkvæða. Tekur hún því við formannsstól verkalýðsfélagsins í annað sinn en hún sagði af sér í október síðastliðnum í kjölfar vantraustsyfirlýsingar frá starfsfólki Eflingar. 15. febrúar 2022 22:55
Segist hafa nýtt kvartanirnar til að bæta sig í starfi Viðar Þorsteinsson fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar segir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formann og núverandi formannskandídat, hafa miðlað til hans nafnlausum kvörtunum sem mannauðsstjóri Eflingar sýndi Sólveigu. Hann hafi nýtt þær eins og aðra endurgjöf til að bæta sig í starfi. Þá segist hann hafa átt farsælt samstarf við alla sína undirmenn hjá Eflingu. 9. febrúar 2022 14:12
Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við 8. febrúar 2022 19:21