Sólveig Anna kannast ekki við kvartanir frá starfsfólki Heimir Már Pétursson skrifar 8. febrúar 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku í Eflingu á ný vegna fjölda áskoranna jafnvel þótt það gæti kostað átök. Mótframbjóðendur hennar segja að hún hafi ekki tekið á kvörtunum starfsfólks á skrifstofunni undan framkvæmdastjóra félagsins í þess garð en það kannast Sólveig Anna ekki við Kosningar til formanns og helmings stjórnar Eflingar hefjast í fyrramálið og standa yfir í viku. Formannsframbjóðendur þriggja lista sem í boði eru mættu í Pallborðið í dag og tókust á um ástandið innan félagsins sem leiddi til þess að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í félaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku á ný vegna fjölda áskorana þótt hún vissi að það gæti kostað átök.Vísir/Vilhelm „Þar sem ráðist var að mér og mannorði mínu. Þar með getu minni til að leiða þessa mikilvægu baráttu, með ósönnum ásökunum meðal annars um grafalvarleg kjarasamninsbrot og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna. Hún hafi ákveðið að bjóða sig fram aftur vegna fjölda áskorana þótt það gæti kostað átök. Uppstillingarnefnd býður hins vegar fram Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann á A-lista sem var áður í stuðningsliði Sólveigar Önnu. Hún segir stöðuna á skrifstofunni mun betri nú en í nóvember. „Það var náttúrlega mikið áfall þegar Sólveig og Viðar bara fóru. Löbbuðu út. Allri skuldinni einhvern veginn skellt á starfsfólk. Þegar staðan er náttúrlega þannig að þau höfðu ár til að bregðast við kvörtunum og gerðu það ekki og stilltu þá starfsfólkinu upp. Sögðu því að leysa vandamálið í dag annars væri allt því að kennna, að verkalýðshreyfingin væri ónýt. Svolítið ósanngjarnt," sagði Ólöf Helga. Guðmundur Baldursson sagði starfsfólk Eflingar hafa óttast að kvarta undir nafni undan framkomu Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar enda væru sögur um aftökulista á kreiki.Vísir/Vilhelm Í þættinum kannaðist Sólveig Anna ekki við fjölda kvartana sem henni áttu að hafa borist vegna framkomu Viðars Þorsteinssonar þáverandi framkvæmdastjóra félagsins og greint er frá á Vísi í dag. Nema í eitt skipti og þá nafnlaust eftir krókaleiðum. „Nú er greinilega verið að reyna að halda því fram að til mín hafi verið leitað og ég hafi þarna brugðist skyldum mínum.“ Leitaði fólk einhvern tíma til þín Sólveig, kom inn á skrifstofuna til þín og sagði; ég vil endilega fá að tala við þig. Mér líður illa út af samskiptum mínum við Viðar? „Ekki í eitt einasta skipti. Ekki í eitt einasta skipti gerðist það. Eins og ég segi, mér voru sýnd þessi gögn. Ég tók þetta vissulega mjög alvarlega,“ sagði Sólveig Anna. „Það er ekki skrýtið að fólk skrifi ekki undir. Vegna þess að það var búið að tala um aftökulista og annað. Svo kemur þessi skýrsla og sagt hvernig þetta fólk kom fram. Ég er ekki hissa á að þetta fólk hafi ekki þorað að koma fram undir nafni,“ sagði Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu undanfarin ár og formannsframbjóðandi á B-lista. „Má það kallast krókaleiðir ef starfsfólk sendir til mannauðsstjóra skilaðboð og þau svo borin undir formann af mannauðsstjóra sem vissi hvaða einstaklingar voru á bakvið,“ spurði Ólöf Helga. „Ég er bara að lýsa því Ólöf Helga hvernig atburðarásin var fyrir mér,“ sagði Sólveig Anna. Pallborðiðí heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan: Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Pallborðið Tengdar fréttir Segja Sólveigu Önnu ljúga um umfang kvartana Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. 8. febrúar 2022 13:34 Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns. 8. febrúar 2022 11:50 Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08 Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Kosningar til formanns og helmings stjórnar Eflingar hefjast í fyrramálið og standa yfir í viku. Formannsframbjóðendur þriggja lista sem í boði eru mættu í Pallborðið í dag og tókust á um ástandið innan félagsins sem leiddi til þess að Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í félaginu. Sólveig Anna Jónsdóttir segist bjóða sig fram til formennsku á ný vegna fjölda áskorana þótt hún vissi að það gæti kostað átök.Vísir/Vilhelm „Þar sem ráðist var að mér og mannorði mínu. Þar með getu minni til að leiða þessa mikilvægu baráttu, með ósönnum ásökunum meðal annars um grafalvarleg kjarasamninsbrot og svo framvegis,“ segir Sólveig Anna. Hún hafi ákveðið að bjóða sig fram aftur vegna fjölda áskorana þótt það gæti kostað átök. Uppstillingarnefnd býður hins vegar fram Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann á A-lista sem var áður í stuðningsliði Sólveigar Önnu. Hún segir stöðuna á skrifstofunni mun betri nú en í nóvember. „Það var náttúrlega mikið áfall þegar Sólveig og Viðar bara fóru. Löbbuðu út. Allri skuldinni einhvern veginn skellt á starfsfólk. Þegar staðan er náttúrlega þannig að þau höfðu ár til að bregðast við kvörtunum og gerðu það ekki og stilltu þá starfsfólkinu upp. Sögðu því að leysa vandamálið í dag annars væri allt því að kennna, að verkalýðshreyfingin væri ónýt. Svolítið ósanngjarnt," sagði Ólöf Helga. Guðmundur Baldursson sagði starfsfólk Eflingar hafa óttast að kvarta undir nafni undan framkomu Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar enda væru sögur um aftökulista á kreiki.Vísir/Vilhelm Í þættinum kannaðist Sólveig Anna ekki við fjölda kvartana sem henni áttu að hafa borist vegna framkomu Viðars Þorsteinssonar þáverandi framkvæmdastjóra félagsins og greint er frá á Vísi í dag. Nema í eitt skipti og þá nafnlaust eftir krókaleiðum. „Nú er greinilega verið að reyna að halda því fram að til mín hafi verið leitað og ég hafi þarna brugðist skyldum mínum.“ Leitaði fólk einhvern tíma til þín Sólveig, kom inn á skrifstofuna til þín og sagði; ég vil endilega fá að tala við þig. Mér líður illa út af samskiptum mínum við Viðar? „Ekki í eitt einasta skipti. Ekki í eitt einasta skipti gerðist það. Eins og ég segi, mér voru sýnd þessi gögn. Ég tók þetta vissulega mjög alvarlega,“ sagði Sólveig Anna. „Það er ekki skrýtið að fólk skrifi ekki undir. Vegna þess að það var búið að tala um aftökulista og annað. Svo kemur þessi skýrsla og sagt hvernig þetta fólk kom fram. Ég er ekki hissa á að þetta fólk hafi ekki þorað að koma fram undir nafni,“ sagði Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu undanfarin ár og formannsframbjóðandi á B-lista. „Má það kallast krókaleiðir ef starfsfólk sendir til mannauðsstjóra skilaðboð og þau svo borin undir formann af mannauðsstjóra sem vissi hvaða einstaklingar voru á bakvið,“ spurði Ólöf Helga. „Ég er bara að lýsa því Ólöf Helga hvernig atburðarásin var fyrir mér,“ sagði Sólveig Anna. Pallborðiðí heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan:
Ólga innan Eflingar Stéttarfélög Pallborðið Tengdar fréttir Segja Sólveigu Önnu ljúga um umfang kvartana Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. 8. febrúar 2022 13:34 Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns. 8. febrúar 2022 11:50 Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08 Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19 Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15 Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Fleiri fréttir Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Sjá meira
Segja Sólveigu Önnu ljúga um umfang kvartana Hópur kvenna sem kvartaði undan framkomu Viðars Þorsteinssonar, þáverandi framkvæmdarstjóra Eflingar, sakar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um að hafa ekki brugðist við þeim kvörtunum. Þær segja Sólveigu Önnu ljúga þegar hún segist aðeins hafa „eftir krókaleiðum“ fengið umkvartanir í eitt skipti. 8. febrúar 2022 13:34
Bein útsending: Formannsefni Eflingar takast á í Pallborðinu Kosningar til embættis formanns Eflingar og helmings stjórnarsæta hefst í fyrramálið og stendur yfir í viku. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður félagsins, Sólveig Anna Jónsdóttir fyrrverandi formaður og Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu bjóða sig fram til formanns. 8. febrúar 2022 11:50
Segir „afbrigðilega stemningu“ ríkja innan ASÍ Sólveig Anna telur að félög innan Alþýðusambandsins hyggist blanda sér í komandi formannskosningar Eflingar. Markmiðið sé að koma í veg fyrir að B-listi hennar beri sigur úr býtum í kosningunum. 8. febrúar 2022 00:08
Allir þrír listarnir lögmætir og kosning hefst á miðvikudag Framboðslistar Ólafar Helgu Adolfsdóttur, Sólveigar Önnu Jónsdóttur og Guðmundar Jónatans Baldurssonar vegna formannskosninga í stéttarfélaginu Eflingu hafa allir verið taldir lögmætir og hefst kosning meðal félagsmanna miðvikudaginn næsta og mun standa til klukkan 20 15. febrúar næstkomandi. 4. febrúar 2022 14:19
Framkvæmdastjórinn vísar kenningum forvera síns á bug Fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar þvertekur fyrir að hafa lagt undirmenn sína í einelti eða sýnt þeim kvenfyrirlitningu. Hann telur tímasetningu úttektar sem málar upp dökka mynd af stjórnunarháttum hans ekki vera tilviljun, enda sé formannsslagur á næsta leiti. Eftirmaður hans í starfi segir það af og frá. 3. febrúar 2022 23:15
Harðneitar ásökunum og segir úttektina tilbúið vopn gegn framboði Sólveigar Viðar Þorsteinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Eflingar, þvertekur fyrir að hafa lagt starfsfólk á skrifstofu Eflingar í einelti eða sýnt því kvenfyrirlitningu. Hann gagnrýnir mjög að ekki hafi verið haft samband við hann við gerð úttektar á vinnustaðnum og segir tímasetningu málsins enga tilviljun; hér sé á ferð úthugsaður leikur til að spilla fyrir framboði Sólveigar Önnu Jónsdóttur til formanns félagsins. 3. febrúar 2022 14:53