Lofa loks lausn á eilífðarmáli sem hreyfðist þó ekkert á síðasta kjörtímabili Snorri Másson skrifar 8. febrúar 2022 22:45 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra, Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra vilja breytingar á RÚV. Vísir/Hanna Formenn Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna taka undir með menningarmálaráðherra um að taka beri Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. Fjármálaráðherra vill þar að auki taka til umræðu hvort ekki rétt sé að draga úr umsvifum fjölmiðilsins. Á sama tíma og staða einkarekinna fjölmiðla fer sífellt versnandi aukast tekjur Ríkisútvarpsins á öllum sviðum, hvort sem er í auglýsingum eða notendagjöldum. Nú er svo komið að RÚV tekur til sín meira en fjórðung heildartekna íslenskra fjölmiðla og hlutfallið hefur ekki verið hærra frá því á síðustu öld. Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað umbótum í umhverfi frjálsra fjölmiðla en á síðasta kjörtímabili komst það ekki lengra en sem nam 400 milljón króna framlagi í beina styrki til handa fjölmiðlum sem dreifðist svo á milli miðla. Í samanburði má nefna að aðeins í fyrra hækkuðu framlög til RÚV um 430 milljónir; úr 4,6 milljörðum í tæpan 5,1. Þessi hækkun var þannig ein og sér meiri en allir samanlagðir styrkir til allra hinna miðlanna. Í gær lýsti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því yfir að hún stefndi enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að jafna stöðuna. Við höfum séð frá þér ótal yfirlýsinga um að þú hyggist taka RÚV af auglýsingamarkaði og nú kemur enn önnur. Eigum við að taka mark á þessu ef þú segir þetta bara aftur og aftur en það gerist ekki neitt? „Þetta sýnir einmitt mína þrautseigju og hversu ákveðin ég er sem stjórnmálamaður, að ef ég tel að eitthvað sé rétt held ég áfram með það þar til ég klára dæmið. Það er þannig í löndunum sem við berum okkur saman við að ríkismiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. „Nú höfum við einhvern tíma til stefnu og ég tel að þetta muni takast. Auðvitað þýðir þetta líka að við þurfum að efla RÚV þá að einhverju öðru leyti og ég hef líka sagt það. En það er ekki hægt að hafa starfsumhverfi fjölmiðla eins og það er í dag. Við höfum séð mjög marga yfirgefa stéttina. Það er ekki gott fyrir íslenskt lýðræði, það er ekki gott fyrir pólitíkina og það er ekki gott fyrir viðskiptalífið,“ segir Lilja. Ekki hægt að ná samstöðu um niðurskurð Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kveðst trúa því að RÚV fari af auglýsingamarkaði á kjörtímabilinu. „Ég held að það sé kominn tími til að stíga þetta skref og við þurfum að finna leið til að gera það,“ segir Bjarni. Bjarni kveðst hafa skilning á að aðrir viðri sjónarmið á þá leið að bæta þurfi RÚV tapið. „Við erum í sjálfu sér ekki að ræða um þetta í því samhengi að við þurfum að skera Ríkisútvarpið stórkostlega mikið niður. Það virðist ekki hægt að ná mikilli pólitískri samstöðu um að draga úr umfangi rekstrarins. Ég teldi það reyndar alveg eiga að vera til skoðunar, hvort þetta umfang sé það sem við viljum búa við til lengri tíma en ekki sníða sér eitthvað stakk eftir vexti,“ segir Bjarni. Hvort tveggja forsætisráðherra og menningarmálaráðherra segja brýnt að bæta RÚV tapið, en fjármálaráðherra vill ekki hækka útvarpsgjaldið, sem sé í raun bara skattur en ekki iðgjald. „Í mínum huga ætti það að koma til skoðunar í þessari umferð hvort við afnemum ekki bara þennan skatt, léttum honum af heimilum og lögaðilum og horfumst bara í augun við kostnaðinn af því að halda úti almannaútvarpi með línu í fjárlögum sem segir hvað reikningurinn er hár,“ segir Bjarni. Málamiðlana verði líklega þörf þegar kemur að útfærslunni. „Við viljum öflugt almannaútvarp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talar fyrir því að mótuð sé heildræn stefna fyrir fjölmiðla til framtíðar. „Það hefur löngum verið mín skoðun að stefna beri að því að RÚV fari af auglýsingamarkaði. En ég hef líka haft þann skýra fyrirvara að þá þurfi að bæta RÚV það, því að það er eindregin afstaða okkar í minni hreyfingu að við viljum öflugt almannaútvarp,“ segir Katrín. Öflugt almannaútvarp sé sérstaklega mikilvægt í litlu samfélagi sem þessu. Hægt væri að bæta RÚV tapið með því að til dæmis hækka einfaldlega útvarpsgjaldið um 2-3.000 krónur á hvern Íslending. Hvergi hefur komið fram hvort sú leið verði farin enda er það enn til umræðu. Hópur sjálfstæðismanna hefur þó í tvígang lagt fram frumvarp sem bannar auglýsingastarfsemi RÚV, en það hefur ekki náð fram að ganga. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 8. febrúar 2022 15:00 Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. 7. febrúar 2022 17:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Á sama tíma og staða einkarekinna fjölmiðla fer sífellt versnandi aukast tekjur Ríkisútvarpsins á öllum sviðum, hvort sem er í auglýsingum eða notendagjöldum. Nú er svo komið að RÚV tekur til sín meira en fjórðung heildartekna íslenskra fjölmiðla og hlutfallið hefur ekki verið hærra frá því á síðustu öld. Ríkisstjórnin hefur ítrekað lofað umbótum í umhverfi frjálsra fjölmiðla en á síðasta kjörtímabili komst það ekki lengra en sem nam 400 milljón króna framlagi í beina styrki til handa fjölmiðlum sem dreifðist svo á milli miðla. Í samanburði má nefna að aðeins í fyrra hækkuðu framlög til RÚV um 430 milljónir; úr 4,6 milljörðum í tæpan 5,1. Þessi hækkun var þannig ein og sér meiri en allir samanlagðir styrkir til allra hinna miðlanna. Í gær lýsti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra því yfir að hún stefndi enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði til að jafna stöðuna. Við höfum séð frá þér ótal yfirlýsinga um að þú hyggist taka RÚV af auglýsingamarkaði og nú kemur enn önnur. Eigum við að taka mark á þessu ef þú segir þetta bara aftur og aftur en það gerist ekki neitt? „Þetta sýnir einmitt mína þrautseigju og hversu ákveðin ég er sem stjórnmálamaður, að ef ég tel að eitthvað sé rétt held ég áfram með það þar til ég klára dæmið. Það er þannig í löndunum sem við berum okkur saman við að ríkismiðillinn er ekki á auglýsingamarkaði,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu. „Nú höfum við einhvern tíma til stefnu og ég tel að þetta muni takast. Auðvitað þýðir þetta líka að við þurfum að efla RÚV þá að einhverju öðru leyti og ég hef líka sagt það. En það er ekki hægt að hafa starfsumhverfi fjölmiðla eins og það er í dag. Við höfum séð mjög marga yfirgefa stéttina. Það er ekki gott fyrir íslenskt lýðræði, það er ekki gott fyrir pólitíkina og það er ekki gott fyrir viðskiptalífið,“ segir Lilja. Ekki hægt að ná samstöðu um niðurskurð Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kveðst trúa því að RÚV fari af auglýsingamarkaði á kjörtímabilinu. „Ég held að það sé kominn tími til að stíga þetta skref og við þurfum að finna leið til að gera það,“ segir Bjarni. Bjarni kveðst hafa skilning á að aðrir viðri sjónarmið á þá leið að bæta þurfi RÚV tapið. „Við erum í sjálfu sér ekki að ræða um þetta í því samhengi að við þurfum að skera Ríkisútvarpið stórkostlega mikið niður. Það virðist ekki hægt að ná mikilli pólitískri samstöðu um að draga úr umfangi rekstrarins. Ég teldi það reyndar alveg eiga að vera til skoðunar, hvort þetta umfang sé það sem við viljum búa við til lengri tíma en ekki sníða sér eitthvað stakk eftir vexti,“ segir Bjarni. Hvort tveggja forsætisráðherra og menningarmálaráðherra segja brýnt að bæta RÚV tapið, en fjármálaráðherra vill ekki hækka útvarpsgjaldið, sem sé í raun bara skattur en ekki iðgjald. „Í mínum huga ætti það að koma til skoðunar í þessari umferð hvort við afnemum ekki bara þennan skatt, léttum honum af heimilum og lögaðilum og horfumst bara í augun við kostnaðinn af því að halda úti almannaútvarpi með línu í fjárlögum sem segir hvað reikningurinn er hár,“ segir Bjarni. Málamiðlana verði líklega þörf þegar kemur að útfærslunni. „Við viljum öflugt almannaútvarp“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra talar fyrir því að mótuð sé heildræn stefna fyrir fjölmiðla til framtíðar. „Það hefur löngum verið mín skoðun að stefna beri að því að RÚV fari af auglýsingamarkaði. En ég hef líka haft þann skýra fyrirvara að þá þurfi að bæta RÚV það, því að það er eindregin afstaða okkar í minni hreyfingu að við viljum öflugt almannaútvarp,“ segir Katrín. Öflugt almannaútvarp sé sérstaklega mikilvægt í litlu samfélagi sem þessu. Hægt væri að bæta RÚV tapið með því að til dæmis hækka einfaldlega útvarpsgjaldið um 2-3.000 krónur á hvern Íslending. Hvergi hefur komið fram hvort sú leið verði farin enda er það enn til umræðu. Hópur sjálfstæðismanna hefur þó í tvígang lagt fram frumvarp sem bannar auglýsingastarfsemi RÚV, en það hefur ekki náð fram að ganga.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 8. febrúar 2022 15:00 Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. 7. febrúar 2022 17:57 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Síminn furðar sig á tilhæfulausri pillu frá ráðherra Orri Hauksson, forstjóri Símans, vísar ummælum Lilju Alfreðsdóttur, menningarmálaráðherra, á bug en ráðherra beindi því til Símans að skila fjölmiðlastyrkjum í ríkissjóð ef fyrirtækið teldi sig „of fínt“ fyrir styrkina. Síminn hefur ekki fengið neina styrki af þessu tagi. Hann fagnar þó breyttum áherslum ráðherra sem hyggst taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði. 8. febrúar 2022 15:00
Stefnir enn ótrauð á að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja Dögg Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra er ákveðin í afstöðu sinni að Ríkisútvarpið hverfi af auglýsingamarkaði. Þetta kom fram í máli hennar á málþingi í húsakynnum Blaðamannafélagsins sem nú stendur yfir. 7. febrúar 2022 17:57