Andreas Nielsen Albers kom gestunum í Regensburg yfir eftir rúmlega hálftíma leik og staðan var því 1-0 þegar flautað var til hálfleiks.
Simon Terodde jafnaði metin fyrir Schalke á 63. mínútu áður en Malick Thiaw tryggði heimamönnum 2-1 sigur tíu mínútum síðar.
Guðlaugur Victor lék allan leikinn á miðjunni hjá Schalke, en liðið situr nú í þriðja sæti deildarinnar með 37 stig eftir 21 leik, tveimur stigum á eftir toppliði Darmstadt sem hefur þó leikið einum leik minna.