Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2022 00:15 Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18