Sólveig furðaði sig á „kostnaðarsömum fríðindum“ starfsmanna Eflingar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 3. febrúar 2022 00:15 Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Vísir/Vilhelm Sólveig Anna Jónsdóttir, fyrrverandi formaður og nú formannsframbjóðandi í Eflingu, segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu Eflingar hafa nýtt sér kostnaðarsöm fríðindi á kostnað félagsfólks. Hálaunafólki hafi tekist að breyta Eflingu í sjálftökumaskínu. Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“ Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Sólveig Anna birti Facebook-færslu fyrr í kvöld þar sem hún skýtur föstum skotum á úttekt sem Guðmundur Baldursson, stjórnarmaður og formannsframbjóðandi, óskaði eftir um kostnað við uppsagnir og veikindi starfsmanna í formannstíð Sólveigar Önnu. Vísir greindi frá því fyrr í dag að samkvæmt úttektinni væri kostnaðurinn tæpar 130 milljónir króna. Í færslunni segir hún að kostnaður við starfsmannahald á skrifstofum Eflingar sé miklu meiri en fram komi í svari frá skrifstofu Eflingar við fyrirspurn Guðmundar. „Eitt af því sem vakti furðu mína þegar ég hóf störf á skrifstofum Eflingar árið 2018 voru þau miklu og kostnaðarsömu fríðindi sem starfsfólk skrifstofunnar nýtur á kostnað félagsfólks. Mér var tilkynnt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að starfsfólk ætti að „njóta alls þess besta“ úr kjarasamningum bæði á almenna og opinbera vinnumarkaðinum.“ segir Sólveig Anna í færslunni. Segir starfsmenn njóta mikilla fríðinda Hún telur upp önnur fríðindi starfsfólks Eflingar og nefnir þar ókeypis veislumat í hádeginu, dýrar árshátíðarferðir til útlanda, einkaskrifstofur fyrir alla starfsmenn með fyrsta flokks tölvu- og húsbúnaði, tíðar hópeflis- og átsamkomur á vinnutíma, eins og það er orðað í færslunni. Sólveig Anna segir fjölmarga starfsmenn á skrifstofu félagsins hafa sóst eftir því að nýta sér „þau veglegu réttindi sem þeir njóta tengt veikindum og starfslokum.“ Gagnrýni hennar hafi ekki skilað sátt, heldur aukinni heift í hennar garð og meiri ásælni í sjóði Eflingar. „Mér er til dæmis minnisstætt þegar Þráinn Hallgrímsson, fyrrverandi skrifstofustjóri hóf linnulausar árásir og ásakanir á mig, eftir að hafa undirritað starfslokasamning og skilið við félagið í góðu. Ástæðan er sú að ég féllst ekki á að veita honum enn meira fé úr sjóðum félagsins,“ segir Sólveig Anna í færslunni. Hún rifjar upp mál ónefnds starfsmanns og segir hann hafa reiðst þegar hann fékk ekki umbeðna stöðuhækkun. Í kjölfarið hafi hann farið í veikindaleyfi: „Sami starfsmaður ákvað svo seinna að sniðugt væri að hóta að koma á heimili mitt og gera mér illt.“
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21 Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Mest lesið Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. 2. febrúar 2022 19:21
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18