Snörp barátta framundan um formannssætið í Eflingu Heimir Már Pétursson skrifar 2. febrúar 2022 19:21 Sólveig Anna Jónsdóttir knýr aftur dyra hjá Eflingu með framboði sínu til formanns. Sigur hennar í formannskjöri félagsins árið 2018 var sögulegur. Vísir/Vilhelm Búast má við snarpri kosningabaráttu um formannsembættið í Eflingu þar sem þrennt býður sig fram til forystu. Þar er ekki síður tekist á um stjórnunarstíl en málefni en einn frambjóðenda segir upplausn á skrifstofu félagsins í formannstíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur hafa kostað félagið tæpar hundrað og þrjátíu milljónir króna. Uppstillingarnefnd Eflingar leggur fram svo kallaðan A-lista með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í oddvitasæti en hún tók við varaformennskunni þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í lok október. Umboðsmenn tveggja annarra framboða mættu síðan með framboðs- og meðmælendalista á skrifstofu Eflingar skömmu fyrir klukkan níu í morgun þegar framboðsfrestur rann út. Efling er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins með um 27 þúsund félaga. Áherslur félagsins í kjaramálum vega þar af leiðandi þungt við samningaborðið. Það getur því skipt miklu máli hver og hverjir skipa forystu félagsins nú þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu ára eru framundan. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar segir að tekist hafi að skapa góðan anda á skrifstofunni undanfarna þrjá mánuði.Stöð 2/Sigurjón Ólöf Helga segir að tekist hafi að skapa góðan starfsanda á skrifstofu Eflíngar undanfarna þrjá mánuði. Áherslur í komandi kjaraviðræðum verði meðal annars á skattamál. „Við stefnum á að leggja mikla áherslu á húsnæðismál. Viljum byggja mikið upp bæði á fasteignamarkaði og leigumarkaði. Okkur finnst mikilvægt að endurvekja vaxtabótakerfið. Það hefur svolítið fengið að fjara út en það er mjög mikilvægt fyrir lágtekjufólk sérstaklega,“ segir Ólöf Helga. Þá ættu lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu óhagnaðardrifinis húsnæðis. Guðmundur Baldursson vill efla grasrótina innan Eflingar með stofnun fimm manna stjórna á ólíkum starfssviðum innan hreyfingarinnar sem síðan útnefni fulltrúa í samninganefnd.Stöð 2/Egill Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu leggur einnig mikla áherlsu á húsnæðis- og vaxtamál sem og eflingu grasrótarinnar innan félagsins. Hann hefur deilt hart á stjórnunaraðferðir Sólveigar Önnu undanfarin ár. Upplausn á skrifstofunni hafi kostað félagið 128 milljónir vegna langtíma veikinda starfsmanna, launa á óunnum uppsagnarfresti og kostnaðar við starfslokasamninga. Um fjörtíu starfsmenn hafi hætt störfum á skrifstofunni sem gæti endurtekið sig nái Sólveig Anna kjöri. Kostnaður við greiðslur á uppsagnarfresti til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar er innifalinn í þessum tölum.Grafík/Ragnar Vesage „Skrifstofa Eflingar er hryggjarstykkið í þessu samfélagi. Hver á að þjónusta þetta fólk, þessa þrjátíu þúsund félagsmenn? Það er náttúrlega fólkið á skrifstofunni. Þú hendir því ekki bara út. Skiptir út. Hvað þýðir það. Jú, það þýðir væntanlega annar og svipaður kostnaðarauki eins og hefur verið í tíð Sólveigar Önnu. Yfir hundrað milljónir. Vill fólk það? Ég segi nei,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna afþakkaði viðtal þegar eftir því var leitað í dag. Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Uppstillingarnefnd Eflingar leggur fram svo kallaðan A-lista með Ólöfu Helgu Adolfsdóttur starfandi varaformann í oddvitasæti en hún tók við varaformennskunni þegar Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér formennsku í lok október. Umboðsmenn tveggja annarra framboða mættu síðan með framboðs- og meðmælendalista á skrifstofu Eflingar skömmu fyrir klukkan níu í morgun þegar framboðsfrestur rann út. Efling er annað fjölmennasta stéttarfélag landsins með um 27 þúsund félaga. Áherslur félagsins í kjaramálum vega þar af leiðandi þungt við samningaborðið. Það getur því skipt miklu máli hver og hverjir skipa forystu félagsins nú þegar kjarasamningar á almennum vinnumarkaði til næstu ára eru framundan. Ólöf Helga Adolfsdóttir starfandi varaformaður Eflingar segir að tekist hafi að skapa góðan anda á skrifstofunni undanfarna þrjá mánuði.Stöð 2/Sigurjón Ólöf Helga segir að tekist hafi að skapa góðan starfsanda á skrifstofu Eflíngar undanfarna þrjá mánuði. Áherslur í komandi kjaraviðræðum verði meðal annars á skattamál. „Við stefnum á að leggja mikla áherslu á húsnæðismál. Viljum byggja mikið upp bæði á fasteignamarkaði og leigumarkaði. Okkur finnst mikilvægt að endurvekja vaxtabótakerfið. Það hefur svolítið fengið að fjara út en það er mjög mikilvægt fyrir lágtekjufólk sérstaklega,“ segir Ólöf Helga. Þá ættu lífeyrissjóðirnir að koma að uppbyggingu óhagnaðardrifinis húsnæðis. Guðmundur Baldursson vill efla grasrótina innan Eflingar með stofnun fimm manna stjórna á ólíkum starfssviðum innan hreyfingarinnar sem síðan útnefni fulltrúa í samninganefnd.Stöð 2/Egill Guðmundur Baldursson stjórnarmaður í Eflingu leggur einnig mikla áherlsu á húsnæðis- og vaxtamál sem og eflingu grasrótarinnar innan félagsins. Hann hefur deilt hart á stjórnunaraðferðir Sólveigar Önnu undanfarin ár. Upplausn á skrifstofunni hafi kostað félagið 128 milljónir vegna langtíma veikinda starfsmanna, launa á óunnum uppsagnarfresti og kostnaðar við starfslokasamninga. Um fjörtíu starfsmenn hafi hætt störfum á skrifstofunni sem gæti endurtekið sig nái Sólveig Anna kjöri. Kostnaður við greiðslur á uppsagnarfresti til Sólveigar Önnu og Viðars Þorsteinssonar fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar er innifalinn í þessum tölum.Grafík/Ragnar Vesage „Skrifstofa Eflingar er hryggjarstykkið í þessu samfélagi. Hver á að þjónusta þetta fólk, þessa þrjátíu þúsund félagsmenn? Það er náttúrlega fólkið á skrifstofunni. Þú hendir því ekki bara út. Skiptir út. Hvað þýðir það. Jú, það þýðir væntanlega annar og svipaður kostnaðarauki eins og hefur verið í tíð Sólveigar Önnu. Yfir hundrað milljónir. Vill fólk það? Ég segi nei,“ segir Guðmundur Baldursson. Sólveig Anna afþakkaði viðtal þegar eftir því var leitað í dag.
Ólga innan Eflingar Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08 Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18 Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34 Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Kostnaður við uppsagnir og veikindi í tíð Sólveigar Önnu sé tæpar 130 milljónir Þrjú framboð lágu fyrir til forystu í Eflingu þegar framboðsfrestur rann út í morgun. Guðmundur Baldursson frambjóðandi til formanns segir kostnað við veikindaleyfi, uppsagnarfresti og starfslokasamninga í stjórnartíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur nema tæpum 130 milljónum króna. 2. febrúar 2022 12:08
Guðmundur á leið á skrifstofuna með nægar undirskriftir Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í Eflingu, er nú á leið á skrifstofu Eflingar í Guðrúnartúni þar sem hann mun skila framboðslista og undirskrifum í tengslum við komandi stjórnarkjör í félaginu. 2. febrúar 2022 08:18
Segir starfsfólk Eflingar óttaslegið um endurkomu Sólveigar „Ætlar hún að biðja starfsfólkið afsökunar ef hún kemur aftur? Hvernig ætlar hún að koma inn og stjórna vinnustaðnum? Hún verður að biðja starfsfólkið afsökunar á hegðun sinni af því að þetta endurspeglar ekki það sem hún ætlast til af fyrirtækjum og stofnunum úti í bæ.“ 2. febrúar 2022 06:34
Fagnar framboði Sólveigar Önnu Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR fagnar mögulegri endurkomu Sólveigar Önnu Jónsdóttur en hún tilkynnti framboð sitt til formanns Eflingar fyrr í dag. 28. janúar 2022 20:30