Líkami Gareth Bale hefur allur minnkað á fimm mánuðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 11:31 Gareth Bale hefur ekki komið við sögu í mörgum leikjum Real Madrid á leiktíðinni. Getty/David S. Bustamante Gareth Bale var einu sinni dýrasti og einn allra besti knattspyrnumaður heims. Hann er enn bara 32 ára gamall en síðustu ár hafa ekki verið honum hagstæð inn á fótboltavellinum. Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Það var samt frekar sjokkerandi fyrir aðdáendur hans að sjá nýjar myndir af honum á æfingu með Real Madrid. Það er ekki nóg með að Bale hljóp um með súrefnisgrímu yfir andlitinu þá tóku menn fljótt eftir að hann hafði allur grennst og misst gríðarlega mikinn vöðvamassa af bæði fótum og upphandleggjum. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Þetta má vel sjá á myndum sem ESPN birti og eru hér fyrir neðan. Það munar bara fimm mánuðum á þessum myndum. Það fer ekkert fram hjá neinum að hinir kraftmiklu fætur Bale heyra nú nánast sögunni til og í þessu ástandi treystir maður honum varla til að fara í alvöru tæklingu ætli hann ekki að meiða sig. Bale hefur gengið í gegnum ýmislegt á þessu tímabili og hefur aðeins spilað samtals þrjá leiki og í 193 mínútur á öllu tímabilinu. Hann hóf leiktíðina meiddur á hné, meiddist svo á kálfa, fékk svo kórónuveiruna og hefur undanfarið verið meiddur á baki. Bale hefur verið á bekknum í síðustu leikjum Real Madrid en hefur ekki komið sögu í þeim. Orðrómur var um að Bale ætlaði að leggja skóna á hilluna í vor ef Wales kæmist ekki á HM í Katar. Wales mætir Austurríki og svo sigurvegaranum úr leik Skotlands og Úkráinu í baráttunni um eitt laust sæti á HM. Bale skrifaði undir sex ára samning við Real Madrid í september 2013 og svo annan langan samning í október 2016. Sá samningur rennur út í júnílok í sumar. Bale hefur haldið það út að vera hjá Real Madrid undanfarin ár án þess að fá mikið að spila en auk þess að vera mikið meiddur þá var hann ekki inni í myndinni hjá Zinedine Zidane.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira