Greenwood mun ekki snúa aftur til æfinga né leikja þangað til annað verður tilkynnt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 16:15 Mason Greenwood í sínum eina A-landsleik fyrir England. Haflidi Breidfjord/Getty Images Manchester United hefur gefið frá sér aðra yfirlýsingu vegna máls Mason Greenwood. Leikmaðurinn mun hvorki fá að æfa né spila með liðinu þangað til annað kemur í ljós. Þá hefur íþróttarisinn Nike einnig tjáð sig um málið. Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Harriett Robson – kærasta enska knattspyrnumannsins Mason Greenwood – hefði ásakað hann um heimilisofbeldi á Instagram-síðu sinni. Birti hún myndir og hljóðbrot sem sýndu fram á að Greenwood hefði gengið í skrokk á henni og þvingað hana til samræðis. Myndirnar og hljóðbrotið eru nú horfnar sem og nær allar myndirnar á Instagram-síðu hennar. Eftir atvikið tilkynnti Man United að félagið vissi af málinu en ætlaði ekki að tjá sig fyrr en ljóst væri hvað hefði átt sér stað. Nú hefur félagið hins vegar birt yfirlýsingu þess efnis að leikmaðurinn muni ekki fá að æfa né spila með liðinu þangað til annað kemur í ljós. Þá hefur íþróttarisinn Nike tjáð sig um málið en leikmaðurinn er einnig samningsbundinn vörumerkinu. Talsmaður þess sagði að Nike hefði „miklar áhyggjur vegna ásakananna og að það myndi fylgjast vel með gangi mála.“ Manchester United forward Mason Greenwood will not return to training or play matches until further notice after images and allegations of abuse made by a woman on Sunday.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 30, 2022 Greenwood er 20 ára gamall og uppalinn hjá Man United. Hann hefur spilað 130 leiki fyrir félagið og skorað 36 mörk. Næsti leikur liðsins er á föstudaginn kemur gegn Middlesbrough í FA-bikarnum. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir England en sá kom á Laugardalsvelli í 1-0 sigri gegn Íslandi. Eftir leikinn lentu hann og Phil Foden í vandræðum eftir að hafa brotið Covid-regluverk enska landsliðsins er þeir buðu íslenskum stelpum upp á hótelherbergi sitt. Fótbolti Kynferðisofbeldi Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Fyrr í dag greindi Vísir frá því að Harriett Robson – kærasta enska knattspyrnumannsins Mason Greenwood – hefði ásakað hann um heimilisofbeldi á Instagram-síðu sinni. Birti hún myndir og hljóðbrot sem sýndu fram á að Greenwood hefði gengið í skrokk á henni og þvingað hana til samræðis. Myndirnar og hljóðbrotið eru nú horfnar sem og nær allar myndirnar á Instagram-síðu hennar. Eftir atvikið tilkynnti Man United að félagið vissi af málinu en ætlaði ekki að tjá sig fyrr en ljóst væri hvað hefði átt sér stað. Nú hefur félagið hins vegar birt yfirlýsingu þess efnis að leikmaðurinn muni ekki fá að æfa né spila með liðinu þangað til annað kemur í ljós. Þá hefur íþróttarisinn Nike tjáð sig um málið en leikmaðurinn er einnig samningsbundinn vörumerkinu. Talsmaður þess sagði að Nike hefði „miklar áhyggjur vegna ásakananna og að það myndi fylgjast vel með gangi mála.“ Manchester United forward Mason Greenwood will not return to training or play matches until further notice after images and allegations of abuse made by a woman on Sunday.— The Athletic UK (@TheAthleticUK) January 30, 2022 Greenwood er 20 ára gamall og uppalinn hjá Man United. Hann hefur spilað 130 leiki fyrir félagið og skorað 36 mörk. Næsti leikur liðsins er á föstudaginn kemur gegn Middlesbrough í FA-bikarnum. Hann á að baki einn A-landsleik fyrir England en sá kom á Laugardalsvelli í 1-0 sigri gegn Íslandi. Eftir leikinn lentu hann og Phil Foden í vandræðum eftir að hafa brotið Covid-regluverk enska landsliðsins er þeir buðu íslenskum stelpum upp á hótelherbergi sitt.
Fótbolti Kynferðisofbeldi Enski boltinn Mál Mason Greenwood Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Enski boltinn Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Enski boltinn Fleiri fréttir Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Chelsea skrapaði botninn með Southampton Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira