Handbolti

Elvar: Verðum að leggja Frakkaleikinn til hliðar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Elvar á ferðinni gegn Frökkum.
Elvar á ferðinni gegn Frökkum. vísir/getty

Mosfellingurinn Elvar Ásgeirsson hefur komið inn af krafti í íslenska liðið í síðustu tveimur leikjum og skilað sínu heldur betur.

„Það var geðveikt að spila þennan leik gegn Frökkum. Andinn var ótrúlegur og liðsheildin skein í gegn. Þetta voru æðislegar 60 mínútur og heiður að hafa fengið að taka þátt,“ sagði Elvar fyrir æfingu landsliðsins í gær og eðlilega enn hátt uppi.

„Við munum taka þetta með okkur allir sem einn og lifa eitthvað á þessu en við verðum að setja það til hliðar í bili og reyna að halda fókus.“

Elvar hefur þurft að stíga upp sem skytta í byrjunarliðinu og hann er nokkuð sáttur við eigin frammistöðu.

„Ég er nokkuð sáttur. Mér fannst vörnin standa frábærlega og var ánægður með mig þar. Við vorum þarna sem einn maður og maður fékk þvílíkt sjálfstraust bara að finna nálægðina frá næsta manni. Það var svo mikil trú á verkefninu.“

Klippa: Elvar hefur stigið upp



Fleiri fréttir

Sjá meira


×