Blasir við að stefni í afléttingar Snorri Másson skrifar 23. janúar 2022 11:51 Már Kristjánsson yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra kveðst hafa allar mögulegar afléttingar á samkomutakmörkunum til skoðunar. Forstjóri Landspítalans segir að ef farið verði í afléttingar þurfi að gera það í fáum en öruggum skrefum. Ástandið hefur batnað á spítalanum að sögn yfirlæknis. Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Lokametrar þessarar bylgju faraldursins eru fram undan, segir í grein Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra og Guðlaugar Rakelar Guðjónsdóttur forstjóra Landspítala sem birtist á Vísi í morgun. Allar mögulegar afléttingar séu nú í skoðun, í samráði við Þórólf og með hliðsjón af skynsemi og öryggi. „Þetta er skoðað út frá mjög morgum vinklum, ekki bara út frá spítalanum heldur líka samfélaginu og smitdreifingu og svo framvegis. En við erum enn þá með ótrúlega mörg smit. Þannig að það þarf að vanda vel til og taka þetta í fáum en öruggum skrefum,“ segir Guðlaug Rakel í samtali við fréttastofu. Fjórir eru á gjörgæslu á spítalanum vegna veirunnar en aðeins einn þeirra sem er enn með virkt Covid-smit. Að sögn Más Kristjánssonar yfirlæknis á smitsjúkdómadeildinni er klárt mál að álagið er í rénun. Það gefi tilefni til endurskoðaðra aðgerða innan spítalans. En í samfélaginu? „Það eru aðrir sem taka ákvarðanir um það en mér finnst mjög líklegt að það takmörkunum í samfélaginu verði aflétt og mér finnst það bara blasa við að það muni vera gert,“ segir Már. Hópsýking varð á lyflækningadeild sjúkrahússins um helgina, þar sem fleiri en tíu greindust, bæði sjúklingar og starfsfólk. „Þetta þýðir það að það er ekki hægt að leggja inn á deildina á meðan,“ segir Már. Sá hópur sem verði verst úti séu eftir sem áður óbólusettir. „Það er alltaf brýnt að þeir sem eru óbólusettir eða vanbólusettir þurfa að halda áfram og klára sína bólusetningu. Það er okkar besta vörn,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira