Handbolti

Veiran herjar á lærisveina Erlings | Sá markahæsti smitaður

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kay Smits er smitaður af kórónuveirunni og verður því ekki með Hollendingum í seinustu tveimur leikjum milliriðilsins.
Kay Smits er smitaður af kórónuveirunni og verður því ekki með Hollendingum í seinustu tveimur leikjum milliriðilsins. Kolektiff Images/DeFodi Images via Getty Image

Hollenska landsliðið í handbolta varð í dag fyrir miklu áfalli þegar þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Meðal þeirra sem eru smitaðir er Kay Smits, markahæsti maður Evrópumótsins til þessa.

Í gær var greint frá því að Erligur Richardsson, þjálfari liðsins, hafi greinst með veiruna, og nú hafa fjögur ný smit bæst í hópinn.

Þrír leikmenn greindust með veiruna í dag, ásamt sjúkraþjálfara liðsins, Robert Baardse. Leikmennirnir þrír eru þeir Samir Benghanem, Jasper Adams og eins og áður segir markahæsti maður mótsins, Kay Smits.

Jeffrey Boomhouwer, Robin Schoenaker, Iso Sluijters, Dennis Schellekens, Bart Ravensbergen, Rutger ten Velde og gmarkmannsþjálfarinn Gerrie Eijlers eru einnig í einangrun vegna kórónuveirusmita og því fer hollenski hópurinn að verða ansi þunnskipaður. Við Íslendingar þekkjum það þó vel frá því í gær að það þýðir ekki endilega að ómögulegt sé að ná í hagstæð úrslit.

Næsti leikur Hollands á EM er á morgun gegn Dönum klukkan 17:00 og tap í þeim leik þýðir að hollenska liðið er svo gott sem úr leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×