12. umferð í CS:GO lokið: Óvænt úrslit en litlar sviptingar Snorri Rafn Hallsson skrifar 22. janúar 2022 17:01 Tólftu umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO lauk með óvæntum sigri Kórdrengja á Ármanni. Enn sem áður sitja þeir þó á botninum. Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Þórs og Sögu sem hafa eldað grátt silfur undanfarið. Leikmannahópur Sögu lék áður undir merkjum Þórs og eftir misheppnaða tilraun Sögu til að nappa StebbaC0C0 var spennan milli liðanna áþreifanleg. Framan af var leikurinn í járnum þar sem bæði Þórsarar reyndu að hægja á leik Sögu sem tókst þó að brjótast í gegnum vörnina nægileg oft til að staða væri 8-7 í hálfleik. Með sterkum opnunum frá Allee í sókn Þór í síðari hálfleik sló Þór vopnin úr höndum Sögu og héldu uppi mikilli pressu það sem eftir lifði leiks til að tryggja sér öruggan og sannfærandi sigur, 16-8. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var viðureign Dusty og XY. Ólíkt því sem oft hefur sést mættu Dusty til leiks af krafti frá fyrstu lotu. Cryths sem er nýgenginn til liðs við Dusty var framúrskarandi skipulagður í sínum aðgerðum og smitaðist það viðhorf til annarra leikmanna Dusty sem héldu útisvæðinu af festu og gáfu hvergi á sér færi. Staðan í hálfleik var 11-4 fyrir Dusty sem lokaði leiknum skjótt í síðari hálfleik gegn vængbrotnu liði XY sem enn hefur ekki náð sér eftir brottför Minidegreez. Úrslitin voru því 16-4 fyrir Dusty og ætlar óslitin sigurganga þeirra engan endi að taka. Tveir leikir fóru svo fram á föstudagskvöldinu og var sá fyrri á milli Vallea og Fylkis. Sá leikur fór einnig jafnt af stað og skiptust liðin á að stjórna hraða leiksins og vinna lotur. Fylkismenn gerðu vel í því að hægja á leik Vallea, sem þó tókst að vinna lotur með frjálslegum spilastíl Spike og hittnum Minidegreez á vappanum. Síðari hálfleikur var þó algjörlega á valdi Vallea sem sýndi enga miskunn og raðaði lotunum inn hverri á fætur annarri gegn veikri vörn Fylkismanna. Úrslitin: 16-9 fyrir Vallea. Lokaleikur umferðarinnar var svo sá sem mest kom á óvart. Kórdrengir mættu þar Ármanni og áttu í algjöru basli í fyrri hálfleik með að sækja gegn þéttri vörn Ármanns. Nýliðar Ármanns, KiddiDisco og Snowy skiluðu sínu þegar kom að því að veikja sókn Kórdrengja og virtist allt ætla að falla með Ármanni þegar staðan var 10-5 eftir fyrri hálfleikinn. Í síðari hálfleik virkjuðu Kórdrengir þó alla sína krafta og upp hófst ein allra besta endurkoma sem sést hefur á tímabilinu. Snky og félagar áttu stórleik með margföldum fellum og allt gekk upp í varnarleik Kórdrengja sem skilaði liðinu 11 lotum í röð og fór leikurinn því 16-10 fyrir Kórdrengjum þegar upp var staðið. Staðan Að 12. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty eru taplausir á toppnum en Þór og Vallea koma þar snart á hæla þeirra. XY er í ágætri stöðu í fjórða sætinu, en Saga, Ármann, Fylkir og Kórdrengir raða sér svo þar á eftir. Vallea er nú farið að gera atlögu að Þórsurum í öðru sætinu og í næstu umferð ræðst hvort XY heldur sér inni í slagnum fyrir toppi deildarinnar eða hvort Vallea stingur þá af. Eftir taphrinu Sögu og Ármanns er farið að hitna örlítið undir þeim enda Fylkir og Kórdrengir ekki langt undan þó þau lið hafi verið í fallsætunum frá upphafi tímabilsins. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 13. umferðin fram dagana 25. og 28. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir- Ármann, 25. jan. kl. 20:30. XY- Vallea, 25. jan. kl. 21:30. Þór- Dusty, 28. jan. kl. 20:30. Kórdrengir- Saga, 28. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn
Leikir vikunnar Umferðin hófst á leik Þórs og Sögu sem hafa eldað grátt silfur undanfarið. Leikmannahópur Sögu lék áður undir merkjum Þórs og eftir misheppnaða tilraun Sögu til að nappa StebbaC0C0 var spennan milli liðanna áþreifanleg. Framan af var leikurinn í járnum þar sem bæði Þórsarar reyndu að hægja á leik Sögu sem tókst þó að brjótast í gegnum vörnina nægileg oft til að staða væri 8-7 í hálfleik. Með sterkum opnunum frá Allee í sókn Þór í síðari hálfleik sló Þór vopnin úr höndum Sögu og héldu uppi mikilli pressu það sem eftir lifði leiks til að tryggja sér öruggan og sannfærandi sigur, 16-8. Síðari leikur þriðjudagskvöldsins var viðureign Dusty og XY. Ólíkt því sem oft hefur sést mættu Dusty til leiks af krafti frá fyrstu lotu. Cryths sem er nýgenginn til liðs við Dusty var framúrskarandi skipulagður í sínum aðgerðum og smitaðist það viðhorf til annarra leikmanna Dusty sem héldu útisvæðinu af festu og gáfu hvergi á sér færi. Staðan í hálfleik var 11-4 fyrir Dusty sem lokaði leiknum skjótt í síðari hálfleik gegn vængbrotnu liði XY sem enn hefur ekki náð sér eftir brottför Minidegreez. Úrslitin voru því 16-4 fyrir Dusty og ætlar óslitin sigurganga þeirra engan endi að taka. Tveir leikir fóru svo fram á föstudagskvöldinu og var sá fyrri á milli Vallea og Fylkis. Sá leikur fór einnig jafnt af stað og skiptust liðin á að stjórna hraða leiksins og vinna lotur. Fylkismenn gerðu vel í því að hægja á leik Vallea, sem þó tókst að vinna lotur með frjálslegum spilastíl Spike og hittnum Minidegreez á vappanum. Síðari hálfleikur var þó algjörlega á valdi Vallea sem sýndi enga miskunn og raðaði lotunum inn hverri á fætur annarri gegn veikri vörn Fylkismanna. Úrslitin: 16-9 fyrir Vallea. Lokaleikur umferðarinnar var svo sá sem mest kom á óvart. Kórdrengir mættu þar Ármanni og áttu í algjöru basli í fyrri hálfleik með að sækja gegn þéttri vörn Ármanns. Nýliðar Ármanns, KiddiDisco og Snowy skiluðu sínu þegar kom að því að veikja sókn Kórdrengja og virtist allt ætla að falla með Ármanni þegar staðan var 10-5 eftir fyrri hálfleikinn. Í síðari hálfleik virkjuðu Kórdrengir þó alla sína krafta og upp hófst ein allra besta endurkoma sem sést hefur á tímabilinu. Snky og félagar áttu stórleik með margföldum fellum og allt gekk upp í varnarleik Kórdrengja sem skilaði liðinu 11 lotum í röð og fór leikurinn því 16-10 fyrir Kórdrengjum þegar upp var staðið. Staðan Að 12. umferð lokinni hefur uppröðun töflunnar ekkert breyst. Dusty eru taplausir á toppnum en Þór og Vallea koma þar snart á hæla þeirra. XY er í ágætri stöðu í fjórða sætinu, en Saga, Ármann, Fylkir og Kórdrengir raða sér svo þar á eftir. Vallea er nú farið að gera atlögu að Þórsurum í öðru sætinu og í næstu umferð ræðst hvort XY heldur sér inni í slagnum fyrir toppi deildarinnar eða hvort Vallea stingur þá af. Eftir taphrinu Sögu og Ármanns er farið að hitna örlítið undir þeim enda Fylkir og Kórdrengir ekki langt undan þó þau lið hafi verið í fallsætunum frá upphafi tímabilsins. Næstu leikir Ljósleiðaradeildin heldur áfram í næstu viku og fer 13. umferðin fram dagana 25. og 28. janúar og er dagskráin eftirfarandi: Fylkir- Ármann, 25. jan. kl. 20:30. XY- Vallea, 25. jan. kl. 21:30. Þór- Dusty, 28. jan. kl. 20:30. Kórdrengir- Saga, 28. jan. kl. 21:30. Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn