Handbolti

Topparnir í tölfræðinni á móti Ungverjum: Bjarki og auðveldu mörkin í leitirnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk í kvöld þar af fimm þeirra úr hraðaupphlaupi eða seinni bylgju.
Bjarki Már Elísson skoraði níu mörk í kvöld þar af fimm þeirra úr hraðaupphlaupi eða seinni bylgju. EPA-EFE/Tamas Kovacs

Bjarki Már Elísson fékk að vera með á móti Ungverjum í kvöld og það munaði miklu um að vera með báða hornamennina virka. Björgvin Páll varði marga mikilvæga bolta í lokin.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta vann frábæran eins marks sigur á heimamönnum Ungverjum, 31-30, í þriðja og síðasta leik sínum í B-riðli á Evrópumeistaramótinu 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu.

Bjarki Már Elísson kom lítið við sögu í síðustu leikjum en hann var búinn að skora hraðaupplaupsmark eftir 37 sekúndur og átti mjög flottan leik. Bjarki nýtti 9 af 11 mörkum og skoraði fimm af níu hraðaupphlaupsmörkum Íslands í leiknum. Það má segja að Bjarki og auðveldu mörkin hafi komið í leitirnar.

Ómar Ingi Magnússon átti beinan þátt í fjórtán mörkum íslenska liðsins með átta mörkum og sex stoðsendingum. Hann fékk dæmda á sig þrjá ruðninga í lokin en spilaði nánast óaðfinnanlegan leik fram að því.

Gísli Þorgeir Kristjánsson var frábær framan af með fjögur mörk í fyrri hálfleik en hann fiskaði líka þrjú víti í leiknum og átti tvær sendingar sem gáfu víti.

Aron Pálmarsson átti sex stoðsendingar en nýtti aðeins tvö af sex skotum. Mörg skota hans voru hörmuleg, tvö langt yfir og eitt nánast gripið. Hann þarf að gera miklu meira og veit það sjálfur. Það er hins vegar frábært að vinna leik þar sem hann finnur ekki fjölina sína í skotunum.

Björgvin Páll Gústavsson varði sextán skot í markinu en þar af var víti og margir aðrir mikilvægir boltar á lokakaflanum sem skipti gríðarlega miklu máli eftir að liðið fór að gera fleiri mistök í sóknarleiknum.

Vísir fylgist vel með tölfræði íslenska liðsins á mótinu og hefur nú tekið saman þá leikmenn sem sköruðu fram úr í tölunum í þessum þriðja leik Íslands á mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá toppa íslenska liðsins í tölfræðinni.

  • - Íslensku landsliðsmennirnir á móti Ungverjalandi á EM 2022 -
  • Hver skoraði mest:
  • 1. Bjarki Már Elísson 9/2
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 8/4
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 5
  • 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • 5. Aron Pálmarsson 2
  • --
  • Markahæstir í fyrri hálfleik:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 4
  • 1. Sigvaldi Guðjónsson 4
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 4/2
  • 4. Bjarki Már Elísson 2
  • --
  • Markahæstir í seinni hálfeik:
  • 1. Bjarki Már Elísson 7/2
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 4/2
  • 3. Aron Pálmarsson 1
  • 3. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 3. Sigvaldi Guðjónsson 1
  • --
  • Hver varði flest skot:
  • 1. Björgvin Páll Gústavsson 16/1 (35%)
  • --
  • Hver spilaði mest í leiknum:
  • 1. Bjarki Már Elísson 59:46
  • 2. Sigvaldi Guðjónsson 59:14
  • 3. Björgvin Páll Gústavsson 54:37
  • 4. Ómar Ingi Magnússon 52:38
  • 5. Aron Pálmarsson 47:30
  • 6. Ýmir Örn Gíslason 46:51
  • --
  • Hver skaut oftast á markið:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 12
  • 2. Bjarki Már Elísson 11
  • 3. Aron Pálmarsson 6
  • 4. Sigvaldi Guðjónsson 6
  • 5. Gísli Þorgeir Kristjánsson 5
  • 6. Elliði Snær Viðarsson 3
  • --
  • Hver gaf flestar stoðsendingar:
  • 1. Aron Pálmarsson 6
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 6
  • 3. Björgvin Páll Gústavsson 2
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • 5. Bjarki Már Elísson 1
  • --
  • Hver átti þátt í flestum mörkum:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 14
  • 2. Bjarki Már Elísson 10
  • 3. Aron Pálmarsson 8
  • 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6
  • 5. Sigvaldi Guðjónsson 5
  • --
  • Hver stoppaði oftast í vörninni (HB Statz):
  • 1. Ýmir Örn Gíslason 4
  • 2. Elvar Örn Jónsson 2
  • 3. Ómar Ingi Magnússon 2
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 1
  • 5. Arnar Freyr Arnarsson 1
  • --
  • Mörk skoruð í tómt mark
  • 1. Elliði Snær Viðarsson 1
  • Hver tapaði boltanum oftast:
  • 1. Ómar Ingi Magnússon 3
  • 2. Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
  • --
  • Flest varin skot í vörn:
  • 1. Bjarki Már Elísson 1
  • --
  • Hver fiskaði flest víti:
  • 1. Gísli Þorgeir Kristjánsson 3
  • 2. Aron Pálmarsson 1
  • 2. Ólafur Guðmundsson 1
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 1
  • 2. Sigvaldi Guðjónsson 1
  • 2. Elliði Snær Viðarsson 1
  • --

  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í sókn (HB Statz):
  • 1. Bjarki Már Elísson 9,4
  • 2. Ómar Ingi Magnússon 8,9
  • 3. Gísli Þorgeir Kristjánsson 8,3
  • 4. Sigvaldi Guðjónsson 8,0
  • 5. Aron Pálmarsson 7,2
  • --
  • Hæsta einkunn íslensku leikmannanna í vörn (HB Statz):
  • 1. Sigvaldi Guðjónsson 6,5
  • 2. Ýmir Örn Gíslason 6,2
  • 3. Bjarki Már Elísson 6,1
  • 4. Elliði Snær Viðarsson 6,0
  • 4. Gísli Þorgeir Kristjánsson 6,0
  • --
  • - Hvaðan komu flest mörk íslenska liðsins í leiknum -
  • 9 úr hraðaupphlaupum (4 með seinni bylgju)
  • 6 með langskotum
  • 6 úr vítum
  • 4 af línu
  • 4 úr hægra horni
  • 3 með gegnumbrotum
  • 3 úr vinstra horni
  • --
  • - Plús & mínus kladdinn í leiknum -
  • Mörk með langskotum: Ungverjaland +1
  • Mörk af línu: Ungverjaland +7
  • Mörk úr hraðaupphlaupum: Ísland +4
  • Tapaðir boltar: Jafnt
  • Fiskuð víti: Ísland +6
  • --
  • Varin skot markvarða: Ísland +2
  • Varin víti markvarða: Ungverjaland +1
  • Misheppnuð skot: Ungverjaland +3
  • Löglegar stöðvanir: Ungverjaland +8
  • Refsimínútur: Jafnt
  • --
  • - Góðu og slæmu kaflarnir í leiknum -
  • Fyrri hálfleikurinn:
  • 1. til 10. mínúta: Jafnt (6-6)
  • 11. til 20. mínúta: Ísland +1 (7-6)
  • 21. til 30. mínúta: Ungverjaland +1 (5-4)
  • Seinni hálfleikurinn:
  • 31. til 40. mínúta: Ísland +1 (6-5)
  • 41. til 50. mínúta: Ungverjaland +1 (4-3)
  • 51. til 60. mínúta: Ísland +1 (5-4)
  • --
  • Byrjun hálfleikja: Ísland +1 (12-11)
  • Lok hálfleikja: Jafnt (9-9)
  • Fyrri hálfleikur: Jafnt (17-17)
  • Seinni hálfleikur: Ísland +1 (14-13)

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×