„Hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2022 22:01 Helga Vala Helgadóttir er þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Tveir þingmenn stjórnarandstöðunnar eru afar gagnrýnir á Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra, sem var staddur erlendis í fríi þegar Alþingi kom saman í dag. Fyrsta mál á dagskrá þingsins á árinu er fumvarp hans til stuðnings fyrirtækjum í veitingarekstri, vegna áframhaldandi óvissu vegna kórónuveirufaraldursins. Þingmennirnir segja að ráðherrann mætti sýna verkefninu meiri áhuga. Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi. Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira
Rætt var við þau Helgu Völu Helgadóttur, þingmann Samfylkingarinnar, og Andrés Inga Jónsson, þingmann Pírata, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Aðspurð sagði Helga Vala sjálfsagt að Bjarni færi í frí. „Fríinu er lokið. Við komum hérna til starfa í síðustu viku. Það er verið að flytja hér mál fjármálaráðherra. Það eru harðar efnahagsaðgerðir […] sem þarf að fara í, til þess að bjarga fjárhag almennings, út af sóttvarnaaðgerðum. Maður hefði nú haldið að fjármálaráðherra Íslands hefði áhuga á því máli, en hann hefur meiri áhuga á að vera í fríi,“ sagði Helga Vala. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi sagðist þá telja að fjármálaráðherra sýndi af sér lítilsvirðingu í garð þeirra fyrirtækja sem frumvarp hans snúi að, sem og fólkinu sem að baki þeim stendur. „Okkur er ætlað að klára þetta hér á einum degi, sem er algjört neyðarúrræði, og þá finnst mér vera lágmark að ráðherrann sýni þann áhuga á verkefninu að hann mæti hingað niður á Austurvöll, eins og við þingmenn höfum gert alla síðustu viku. Hann hefði getað mætt hérna líka fyrr, þannig að fyrirtækin væru ekki að bíða milli vonar og ótta um það hvort þau fái einhvern gálgafrest á þessum opinberu gjöldum sem á núna að fresta fyrir þeim,“ sagði Andrés Ingi. Móðgandi ef ráðherra væri í fríi Helga Vala og Andrés Ingi kvöddu sér bæði hljóðs í ræðustól Alþingis í dag vegna fjarveru Bjarna. Andrés sagði til að mynda að ef rétt reyndist að ráðherra væri í fríi, væri það móðgun. Sagðist hann telja í ljósi þess hversu brýn málin væru og í ljósi þess að það hefði legið fyrir frá desemberlokum að Alþingi kæmi saman í dag að þingheimur ætti heimtingu á vita hverra erinda ráðherrann væri að ganga, en Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, sagðist ekki vita í hvaða erindagjörðum Bjarni væri staddur erlendis. Í samtali við fréttastofu sagði Hersir Aron Ólafsson, aðstoðarmaður Bjarna, að ráðherrann gæti ekki gefið kost á viðtali í dag, þar sem hann væri í fríi.
Alþingi Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Sjá meira