Félag Aron Einars kærði mótherjana eftir að leikmaður mætti til leiks „með Covid“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. janúar 2022 09:00 Aron Einar Gunnarsson í leik með Al Arabi í katörsku deildinni. Getty/Simon Holmes Aron Einar Gunnarsson og félagar í Al Arabi töpuðu á heimavelli í katörsku Stjörnudeildinni í gær en það eru ekki það síðasta sem við heyrum af þeim leik. Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira
Al Wakrah vann leikinn 2-1 en virðist hafa notað ólöglegan leikmann. Leikmaðurinn var vissulega með leikheimild og ekki í leikbanni en hann var nýlega búinn að greinast með kórónuveiruna. Al Arabi greindi frá því á síðum sínum í gærkvöldi að félagið hafi nú sent formlega kvörtun til katarska knattspyrnusambandsins vegna viðkomandi leikmanns. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club) Leikmaðurinn fékk jákvæða niðurstöðu úr kórónuveiruprófi á öðrum degi jóla, 26. desember síðastliðinn. Lögin segja að hann eigi að vera í tíu daga einangrun eftir greiningu en það kemur fram í reglum heilbrigðisyfirvalda í Katar. Það voru ekki liðnir tíu dagar frá smiti þegar leikurinn fór fram í gærdag að íslenskum tíma og leikmaðurinn því enn með veiruna samkvæmt öllum viðmiðum. Ekki kemur fram í færslunni hjá Al Arabi hvort leikmaðurinn hafi farið í kórónuveirupróf á leikdegi aðeins að hann hafi tekið þátt í leiknum. Aron Einar var í byrjunarliði Al Arabi og spilaði fyrstu 84 mínútur leiksins. Al Wakrah komst í 2-0 á fyrstu tíu mínútunum og staðan var enn 2-0 þegar Aron yfirgaf völlinn. Eftir sigurinn er Al Wakrah aðeins einu stigi á eftir Al Arabi í fjórða og fimmta sæti Stjörnudeildarinnar. View this post on Instagram A post shared by Alarabi Sports Club (@alarabi_club)
Fótbolti Katar Katarski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Fleiri fréttir Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Fyrsti leikurinn undir stjórn Postecoglou Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Sjá meira