Einar Þorsteins hættur á RÚV Jakob Bjarnar skrifar 3. janúar 2022 14:37 Einar Þorsteinsson hefur verið burðarás hins fréttatenda Kastljóss-þáttar sem er einatt á dagskrá Ríkisútvarpsins að loknum kvöldfréttum. RÚV Einar Þorsteinsson fréttamaður á RÚV, og einn helsti stjórnandi Kastljóss undanfarin ár, hefur sagt upp störfum á Ríkisútvarpinu. Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Hann segir að hann hafi ákveðið að þiggja starf sem honum bauðst fyrir skömmu. Kjarninn greinir frá þessu og vitnar í skilaboð Einars til samstarfsfólks síns. „Ég hef ákveðið að þiggja starf sem mér bauðst fyrir skömmu. Þetta er erfið ákvörðun því fréttastofan er mitt annað heimili og það er erfitt að kveðja ykkur vini mína. Ég get því miður ekki sagt ykkur strax frá því hvert ég er að fara en það skýrist fljótlega. En ég hætti sem sagt í dag. Um leið og ég hlakka til nýrra starfa þá á ég eftir að sakna ykkar óskaplega og ég vona að ykkur gangi vel í baráttunni,“ segir þar. Eins og Vísir hefur greint frá, standa fyrir dyrum talsverðar skipulagsbreytingar á fréttastofu Ríkisútvarpsins og fréttatengdum þáttum. Baldvin Þór Bergsson, sem áður var dagskrárstjóri Rásar 2, hefur verið gerður að yfirmanni Kastjóssins auk þess sem honum er ætlað að stýra verkefni sem gengur undir nafninu „nýr ruv.is“. Oft gustað um spyrilinn Einar hafnar því í samtali við Vísi að brotthvarf hans af Ríkisútvarpinu tengist þessum skipulagsbreytingum. Honum hafi einfaldlega boðist spennandi starf sem hann ákvað að hoppa á það. „Ég hef verið í tæp 18 ár, mig langar að prófa að gera eitthvað annað. Tilvalið að nota byrjun á þessu ári að gera þessa breytingu, nýlega orðinn 43 ára gamall. Oft er erfiðasta ákvörðunin sú rétta. Ég á eftir að sakna vina minna á RÚV sem hefur verið mitt annað heimili. Þannig er þetta skrítin ákvörðun þannig.“ Einar ásamt Millu Ósk Magnúsdóttur eiginkonu sinni en hún er aðstoðarmaður Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.Gunnar Freyr Einar segir blaðamennskuna ástríðu og forréttindi að fá að sitja í þeim stól sem hann hefur setið í og spyrja spyrja fyrir fólkið sem situr heima, spurninga sem aðrir kannski ekki hafa þorað að spyrja. „Þannig lít ég á það.“ Stundum hefur gustað um spyrilinn og hann segir það rétt. „Þetta hefur verið alþjóðleg þróun að stjórnmálamenn hafa gert fjölmiðlamenn að óvinum sínum. Þeim stjórnmálamönnum hefur almennt séð ekki farnast vel og sannaðist til dæmis í síðustu Alþingiskosningum. En við erum að þjóna fólkinu heima í stofu.“ Einar segir að enginn lifi af í fjölmiðlum ef sá hinn sami sé með eitthvað agenda. „Þótt einhverjir stormar rísi tímabundið er þetta langtímaverkefni að vera blaðamaður, byggir á að vera heiðarlegur í langan tíma og eftir á þarf maður að geta litið stoltur um öxl,“ segir Einar sem gengur sáttur frá borði, þakklátur fyrir að hafa fengið þetta tækifæri. Talsverðar breytingar á Ríkisútvarpinu Einar sem sagt segir miklar breytingar á RÚV ekki tengjast brotthvarfi sínu. En eins og fram hefur komið þá sagði Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri upp störfum, hefur hún nú klárað uppsagnarfrestinn og yfirgefið útvarpshúsið. Heiðar Örn Sigurfinnsson varafréttastjóri gegnir starfi fréttastjóra þar til nýr fréttastjóri hefur verið ráðinn. Þá hætti Fanney Birna Jónsdóttir á síðasta ári í Silfrinu, eftir að fullyrt hafði verið að fréttir af brotthvarfi hennar væru ósannar. Broddi Broddason, varafréttastjóri RÚV, hættir svo störfum í vor sökum aldurs. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Rakel meyr eftir síðasta vinnudaginn hjá Ríkisútvarpinu Rakel Þorbergsdóttir lauk sinni síðustu vakt í dag á Ríkisútvarpinu í bili eftir 22 ára starf á fréttastofunni. Hún lætur þar af leiðandi af störfum sem fréttastjóri og hyggst byrja nýtt ár á tveggja mánaða leyfi. Því næst á vit ævintýranna. 31. desember 2021 15:06
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum