Nýársdagur: Eru skyndibitastaðirnir opnir? Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. janúar 2022 11:11 Myndin er tekin á gamlárskvöld 2020. Vísir/Egill Óhætt er að fullyrða að allflestir Íslendingar taki því rólega á nýársdag. Sofið er fram eftir og skyndibiti, eða afgangar, eru jafnvel á borðum margra landsmanna. Svangir og þreyttir þurfa ekki að örvænta, enda opið á fjölmörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta. Áramót Veitingastaðir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Blaðamaður taldi ráðlegt að ráðast í stutta könnun á skyndibitastöðum en nýársdagur er einn stærsti „skyndibitadagur“ ársins, allavega hjá Domino‘s. Þar er opið samkvæmt hefðbundnum opnunartíma og geta lúnir landsmenn því pantað pizzu heim að dyrum. Á Pizzunni er opið frá 11 til 23.30. Á Flatey standa dyr opnar, það er að segja á Granda og Garðartorgi, frá klukkan 12 til 22. Þeir sem heldur kjósa hamborgara geta náð sér í hamborgaratilboð á Aktu taktu en opið er í öllum útibúum keðjunnar frá klukkan 11 til 23.30. Þá er opið hjá Hamborgarabúllu Tómasar, ýmist frá klukkan 12 eða 14. Hægt er að komast á Hagavagninn í Vesturbænum en þar er opið frá 11.30 til 21. Nánast í næstu götu er einnig hægt að komast í hamborgara en hjá Smass verður opið frá 17 til 21. Þá er hægt að nálgast hamborgara í lúgunni á Metro á Suðurlandsbraut og Smáratorgi frá klukkan 14 til 21 í dag. Þá er einnig hægt að nálgast mat á aha.is en heimsendingar fara af stað klukkan 17. Hjá Subway verður sums staðar lokað en opið á öðrum stöðum keðjunnar frá 12 til 21, til dæmis í Spönginni og á Fitjum. Lokað verður á Lemon og Joe & the Juice. Sömu sögu er að segja af kjúklingastaðnum KFC en þar segja þeir einfaldlega: „ef dagurinn heitir eitthvað annað en venjulega ætlum við að hafa lokað.“ Lokað er hjá BK Kjúklingi og Kjúklingastaðnum í Suðurveri. Opið er í einhverjum verslunum á höfuðborgarsvæðinu en í Hagkaup í Skeifunni og Garðabæ opnar klukkan 12. Þá er opið í flestum verslunum Krambúðarinnar í dag og opið er í öllum verslunum Iceland. Því miður er lokað í Krónunni, Nettó og Bónus en opið er í verslunum Orkunnar, Extra og 10-11. Í Pétursbúð í Vesturbænum er opið frá klukkan 12 til 17. Þessi listi er langt frá því að vera tæmandi yfir opnunartíma verslana og þjónustu á gamlársdag. Sendu okkur endilega upplýsingar á ritstjorn@visir.is ef þú hefur einhverju við listann að bæta.
Áramót Veitingastaðir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira