Hefði ekki hætt nema vegna þess að tapið var gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 30. desember 2021 11:30 Roy Hodgson miður sín á meðan íslenski hópurinn fagnaði í Nice árið 2016. Roy Hodgson kveðst ánægður með að lið undir stjórn Lars Lagerbäck skyldi reynast banabiti hans sem þjálfara enska landsliðsins í fótbolta. Hann segir að tap gegn Íslandi hafi verið of slæmt til að enska þjóðin gæti unað honum að halda áfram í starfi. „Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“ EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira
„Ég hefði haldið áfram eftir EM 2016 ef ekki hefði verið fyrir þá staðreynd að við vorum slegnir út af Íslandi,“ segir hinn 74 ára gamli Hodgson í sænska hlaðvarpsþættinum Lundh. Hodgson hóf sinn langa þjálfaraferil í Svíþjóð árið 1976 og stýrði meðal annars sænsku liðunum Halmstad, Örebro og Malmö. Hodgson tók við enska landsliðinu af Fabio Capello rétt fyrir EM 2012 en tilkynnti afsögn sína á blaðamannafundi strax eftir 2-1 tapið gegn Íslandi í Nice. „Ég held að það hefði ekki verið hægt að halda áfram eftir það, með tilliti til þess hvað fólki fannst um mig eftir það. En ef við hefðum unnið þann leik, farið til Parísar og staðið okkur ágætlega gegn Frökkum, þá hefði ég haldið áfram,“ segir Hodgson. Vörðu miklum tíma í að ræða löngu innköstin en tveir sinntu ekki sínu hlutverki Enska þjóðin muni hins vegar aldrei sætta sig við það að vera slegin út af smáþjóð á borð við Ísland: „Já, þannig verður fólk alltaf. Enska þjóðin lítur svo á að önnur landslið séu aldrei það góð, ekki nema að við séum að tala um Þýskaland, Frakkland, Ítalíu eða Spán. Þá eru þau ekki hátt metin í Englandi, sérstaklega ekki lítil þjóð eins og Ísland. En við vissum að þetta yrði ekki auðveldur leikur vegna þess hvernig Lars hafði skipulagt liðið. Þeir voru líka með ansi góða leikmenn, en aðallega var þetta vel skipulagt lið. Þeir höfðu líka vopn sem við vissum af, og vildum verjast en gerðum það ekki nógu vel. Sérstaklega löngu innköstin, sem við vörðum miklum tíma í að ræða um. En svo kom langt innkast og tveir leikmenn gerðu ekki það sem þeir áttu að gera, og við fengum á okkur mark,“ segir Hodgson, greinilega ekki búinn að gleyma markinu sem Ragnar Sigurðsson skoraði þegar hann jafnaði metin eftir langt innkast Arons Einars Gunnarssonar. Roy Hodgson horfir inn á völlinn þar sem Ari Freyr Skúlason og Ragnar Sigurðsson eru til varnar gegn Daniel Sturridge og Harry Kane.Getty Ánægður með að það skyldi vera Lars Hodgson kveðst líta á Lagerbäck, sem ásamt Heimi Hallgrímssyni stýrði Íslandi á EM, sem vin. Það sé því huggun harmi gegn að tíma hans með enska landsliðinu lyki gegn Svíanum. „Einhver varð að gera það og á vissan hátt er ég ánægður með að það skyldi vera Lars sem ég lít á sem vin. Árangurinn sem hann náði hjálpaði honum til frekari starfa og árangurs. Það er gott að hann geti horft ánægður til baka. Ekki bara á öll árin sem hann stýrði sænska landsliðinu heldur líka Íslandi og Noregi.“
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Þjálfari Sverris rekinn eftir tvo leiki Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Burrow leggst undir hnífinn og verður lengi frá Sport Dagskráin í dag: Meistaradeildin hefst, Lokasóknin og VARsjáin Sport Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Íslenski boltinn Bellingham batnaði hraðar en búist var við Fótbolti City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna Enski boltinn Fleiri fréttir Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjáðu mörkin úr mettapi KR Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Skoraði hundraðasta markið eftir 637 daga fjarveru Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Börsungar fóru illa með Valencia Hildur lagði upp í Madrídarslagnum „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Sjá meira