240 milljónir fóru í ráðherrabílana Snorri Másson skrifar 30. desember 2021 13:01 Ráðherrabílarnir eru flottir, en ekki skattgreiðendum að kostnaðarlausu. Vísir/Vilhelm Ríkissjóður greiddi tæplega 240 milljónir í rekstur bifreiða og laun bílstjóra fyrir ráðherra ríkisstjórnarinnar á líðandi ári. Stjórnvöld fjárfestu í þremur nýjum rafmagnsjeppum, þar sem hver bíll kostaði níu milljónir króna. Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Þær þekkjast úr fjarlægð lúxusbifreiðarnar tólf sem ráðherrarnir ferðast um í á hverjum degi, hver og einn með sinn einkabílstjóra. Þetta eru flestallt biksvartir og glansandi nýir jeppar frá til dæmis Audi, Mercedes Benz, Toyota og Volvo. En uppihald þessara mikilvægu innviða kostar sitt. Samkvæmt svari frá Umbra - þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, sem annast alla akstursþjónustu fyrir ráðherra - jókst kostnaðurinn við rekstur bifreiðanna á milli áranna 2020 og 2021. Ríkissjóður greiddi 239 milljónir fyrir laun, rekstur og afskriftir í málaflokknum á árinu 2021 en aðeins 232 milljónir árið 2020. Í ár eru innifaldar í heildarkostnaðinum 27 milljónir króna fyrir þrjá nýja rafmagnsjeppa af gerðinni Audi eTron 55, sem keyptir voru í samræmi við niðurstöðu útboðs á vegum Ríkiskaupa. Á nýhöfnu kjörtímabili fer fjöldi ráðherra úr ellefu í tólf, sem getur þýtt að bílstjóra í viðbót þurfi við. Samkvæmt þessum útreikningi myndi slík ráðstöfun útheimta um 20 milljónir í útgjöld á ári hverju. Ekki aðeins mun nýtt ráðuneyti því líklega kosta um 200 milljónir í rekstri árlega, heldur gætu þessar 20 milljónir í aksturskostnað bæst við.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Innlent Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Innlent Fleiri fréttir Rof á lögn olli óalgengum leka Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Sjá meira
Ráðherrabílaflotinn verður rafvæddur Þegar hafa verið settar upp hleðslustöðvar á bílastæði sex ráðuneyta. 6. nóvember 2018 16:22