Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. desember 2021 11:24 Birna María Másdóttir mun verja jólunum og áramótunum í einangrun. Brandenburg Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. „Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
„Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent