Innlent

Sagðist hafa ekið sofandi á ljósastaur á 85 km/klst

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Tveir voru stöðvaðir grunaðir um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum.
Tveir voru stöðvaðir grunaðir um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um umferðarslys í póstnúmerinu 113 rétt eftir klukkan 4 í nótt, þar sem bifreið var ekið á ljósastaur. Ökumaðurinn, sagðist hafa verið á 85 km/klst en jafnframt að orsök slyssins væru þau að hann hefði sofnað við aksturinn.

Sagðist hann ekki kenna sér meins en var engu að síður fluttur á slysadeild til skoðunar. Bifreiðin var flutt af vettvangi og Orkuveitunni tilkynnt um atvikið.

Fyrr um kvöldið var ökumaður stöðvaður í Hafnarfirði grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum. Farþegi í bifreiðinni er grunaður um vörslu fíkniefna og brot á vopnalögum, segir í tilkynningu lögreglu.

Þá var tilkynnt um umferðaróhapp í Breiðholtinu rétt fyrir klukkan 23. Tjónvaldur var handtekinn grunaður um ölvun við akstur og var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins að lokinni sýnatöku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×