Gray line léttir undir með slökkviliðinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. desember 2021 15:26 Gray line mun til að byrja með skaffa þrjá bíla til verksins. Vísir/Vilhelm Sjúkratryggingar Íslands hafa samið við rútufyrirtækið Gray Line um að annast flutninga Covid-smitaðra á höfuðborgarsvæðinu sem ekki þurfa á flutningi í sjúkrabíl að halda. Markmiðið með þessum samningi er að létta álaginu af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem annast sjúkraflutninga. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að fyrirséð að þörf fyrir slíka flutninga muni aukast á næstunni vegna aukningu á fjölda þeirra sem greinast smitaðir af Covid-19. Reiknað er með að flutningar samkvæmt samningnum hefjist sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar næstkomandi. Samningurinn tekur til flutnings einstaklinga sem eru smitaðir eða ef grunur leikur á smiti, að því tilskyldu að viðkomandi séu færir um að sitja uppréttir í bíl og þurfi ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningnum stendur. Gray Line þarf að veita þjónustuna að lágmarki þann tíma sem Covid-göngudeildin er opin, það er frá átta til 23 á hverjum sólarhring. Einnig skal fyrirtækið tryggja akstur farþega frá göngudeildinni eftir lokun ef þess gerist þörf. Þá er einnig miðað við að hægt sé að óska eftir þjónustu fyrirtækisins vegna flutninga einstaklinga sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í sumarhúsabyggðum í grennd við borgina. Til að byrja með mun Gray Line verða með þrjá bíla til að sinna þessu verkefni en mun fjölga bílum ef þess gerist þörf. Fyrirtækið skal tryggja að bílar sem notaðir eru til flutninganna uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru í fólksflutningum og jafnframt að bílarnir og annar búnaður henti til flutninga á smituðu fólki þannig að viðeigandi smitvarnir séu tryggðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira
Markmiðið með þessum samningi er að létta álaginu af Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins sem annast sjúkraflutninga. Í tilkynningu frá Stjórnarráðinu segir að fyrirséð að þörf fyrir slíka flutninga muni aukast á næstunni vegna aukningu á fjölda þeirra sem greinast smitaðir af Covid-19. Reiknað er með að flutningar samkvæmt samningnum hefjist sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar næstkomandi. Samningurinn tekur til flutnings einstaklinga sem eru smitaðir eða ef grunur leikur á smiti, að því tilskyldu að viðkomandi séu færir um að sitja uppréttir í bíl og þurfi ekki á aðstoð heilbrigðisstarfsmanns að halda meðan á flutningnum stendur. Gray Line þarf að veita þjónustuna að lágmarki þann tíma sem Covid-göngudeildin er opin, það er frá átta til 23 á hverjum sólarhring. Einnig skal fyrirtækið tryggja akstur farþega frá göngudeildinni eftir lokun ef þess gerist þörf. Þá er einnig miðað við að hægt sé að óska eftir þjónustu fyrirtækisins vegna flutninga einstaklinga sem eru utan höfuðborgarsvæðisins, til dæmis í sumarhúsabyggðum í grennd við borgina. Til að byrja með mun Gray Line verða með þrjá bíla til að sinna þessu verkefni en mun fjölga bílum ef þess gerist þörf. Fyrirtækið skal tryggja að bílar sem notaðir eru til flutninganna uppfylli allar öryggiskröfur sem gerðar eru í fólksflutningum og jafnframt að bílarnir og annar búnaður henti til flutninga á smituðu fólki þannig að viðeigandi smitvarnir séu tryggðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Slökkvilið Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Sjá meira