Hækka útsvar eftir að fulltrúi Sjálfstæðisflokks lagðist á sveif með minnihlutanum Eiður Þór Árnason skrifar 15. desember 2021 12:43 Grótta á Seltjarnarnesi. Eftir að breytingin tekur gildi á næsta ári verður Seltjarnarnes enn með lægra útsvar en nær öll önnur sveitarfélög á landinu. Vísir/Vilhelm Samþykkt var að hækka útsvar Seltjarnarnesbæjar úr 13,70 prósentum í 14,09 prósent á fundi bæjarstjórnar í dag. Meirihluti Sjálfstæðisflokksins klofnaði við atkvæðagreiðsluna og lagðist fulltrúi flokksins á sveif með minnihlutanum. Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira
Þrír fulltrúar minnihlutans lögðu fyrst til að útsvarsprósentan yrði hækkuð í 14,48 prósent en sú tillaga var felld af fjórum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Í kjölfarið lagði Bjarni Torfi Álfþórsson, fulltrúi Sjálfstæðismanna, fram málamiðlunartillögu um að útsvarið yrði hækkað í 14,09 prósent. Sú tillaga var samþykkt með fjórum atkvæðum hans og minnihlutans gegn þremur atkvæðum Sjálfstæðismanna. Bjarni Torfi Álfþórsson samþykkti að hækka útsvarið.Sjálfstæðisflokkurinn Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Viðreisnar, segir að hækkunin hafi verið nauðsynleg í ljósi fjárhagsstöðu bæjarins. Útsvarshækkunin skili um 96 milljónum í viðbótartekjur en þýði tæplega þrjú þúsund króna hækkun útsvars á mánuði fyrir einstakling með meðallaun. Það hafi verið mat minnihlutans að það væri óábyrgt að fara inn í nýtt ár og komandi sveitarstjórnarkosningar við óbreytt ástand. „Halli bæjarsjóðs á kjörtímabilinu er búin að meðaltali 220-30 milljónir á ári. Við sáum bara að það yrði að grípa til einhverra aðgerða.“ „Bjarni Torfi er einn reyndasti sveitarstjórnarmaður á landinu og sá málið sömu augum og við. Svo sú breyting var samþykkt,“ segir Karl Pétur. Minnihlutinn sé sáttur við niðurstöðuna og telji að ný bæjarstjórn taki þar með við betra búi. Karl Pétur Jónsson, bæjarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Enginn klofningur Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri og fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hafnar því í samtali við Vísi að klofningur sé í meirihlutanum. Aðrir fulltrúar flokksins hafi þó ekki talið tímabært að hækka útsvar eða aðrar álögur á næsta ári. Í stað þess vilji flokkurinn leggja áhersla á að bæjarfélagið vinni sig út úr efnahagsáfalli faraldursins. Einnig eigi eftir að koma betur í ljós hvernig ríkisstjórnin ætli að styðja við sveitarfélögin. Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness.Vísir/Vilhelm Ásgerður mótmælir harðlega neikvæðum málflutningi minnihlutans um fjárhag bæjarins og segir fjárhagsstöðuna mjög sterka. „Nettó skuldahlutfall bæjarins er það lægsta á landinu og þessi fjárhagsáætlun fyrir næsta ár er mjög ábyrg. Við erum að auka í þjónustu, fjölga leikskólarýmum og fleira svo ég get ekki tekið undir þessi sjónarmið hjá minnihlutanum.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Seltjarnarnes Skattar og tollar Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Sjá meira