Heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti Samúel Karl Ólason skrifar 14. desember 2021 20:05 Frádrættinum er ætlað að ná til starfa sem innt eru af hendi hér á landi á heimili einstaklinga og í sumarhúsum þeirra. Getty Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja gera breytingar á lögum um tekjuskatt á þann veg að heimilishjálp verði frádráttarbær frá skatti. Hver skattgreiðandi geti dregið frá tekjuskattsstofni allt að 1,8 milljón króna á ári. Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Í tilkynningu segir að frádrættinum sé ætlað að ná til starfa sem unnin eru á heimilum fólks og sumarhúsum. „Til slíkra starfa teljast t.d. hefðbundin heimilisstörf, svo sem þrif og hreingerningar, hefðbundin garðyrkjustörf eða snjómokstur á gangstéttum og í innkeyrslu að heimili. Þegar húsfélag fjöleignarhúss annast greiðslu kostnaðar úr sameiginlegum sjóði vegna slíkra starfa á sameign getur einstaklingur dregið sinn hlut í þeim kostnaði frá tekjuskattsstofni sínum,“ segir í tilkynningunni. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Einnig eigi ákvæðið að ná til störf sem snúa að umönnun fólks vegna veikinda eða fötlunar, umönnun barna og aðstoðar við fólk í tengslum við ferðir til og frá heimili. Vilhjálmur Árnason er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en meðflutningsmenn hans eru Óli Björn Kárason, Birgir Þórarinsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir og Berglind Ósk Guðmundsdóttir. Öll eru þau þingmenn Sjálfstæðisflokksins. Haft er eftir Vilhjálmi í tilkynningunni að markmið frumvarpsins sé meðal annars að sporna við svartri atvinnustarfsemi og ýta undir aukin réttindi fólks sem vinnur störf eins og þau sem nefnd eru hér að ofan. Vilhjálmur ræddi frumvarpið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði meðal annars að verið væri að horfa til eldra fólks sem vildi búa áfram á heimilum sínum og frumvarpið ætti að gera fólki það auðveldara. Sömuleiðis væri verið að líta til fjölskyldufólks og gera þeim auðveldara að fjárfesta í þjónustu sem þessari. Hægt er að hlusta á þann hluta þáttarins sem Vilhjálmur var í hér að neðan.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Skattar og tollar Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira