Franklin snýr aftur í GTA og Dr Dre einnig Samúel Karl Ólason skrifar 8. desember 2021 15:52 Franklin var ein af söguhetjum Grand Theft Auto V sem kom upprunalega út árið 2013. Rockstar Leikjafyrirtækið Rockstar opinberaði í dag nýja uppfærslu við Grand Theft Auto Online sem inniheldur nýja sögu um eina af aðalpersónum upprunalega leiksins og rapparans Dr. Dre. Franklin snýr aftur í leiknum og spilarar þurfa að hjálpa honum og rapparanum að gefa út ný lög. Þessi nýja saga gerist nokkrum árum eftir sögu GTA V sem kom út árið 2013 og snýst um að Franklin rekur umboðsskrifstofu einhverskonar og tekur Dr. Dre að sér sem skjólstæðing. Spilarar munu í framhaldi þurfa að leysa vandamál þeirra og hjálpa þeim að gefa út lög sem Dr. Dre samdi sérstaklega fyrir leikinn. Dr. Dre hefur áður komið við sögu í GTA Online en hann birtist óvænt í leiknum vegna Cayo Perico-ránsins í fyrra, samkvæmt frétt Polygon. In the years since he and his accomplices knocked over the Union Depository, Los Santos hustler Franklin Clinton has been making moves of his own.Introducing The Contract, a new GTA Online story coming December 15 featuring Dr. Dre, new music and more: https://t.co/07q6zZY2He pic.twitter.com/KNk96P1Osc— Rockstar Games (@RockstarGames) December 8, 2021 Eins og áður segir gaf Rockstar GTA V fyrst út árið 2013. Síðan þá hefur leikurinn, sem er arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, ítrekað verið gefinn út fyrir nýjar og betri leikjatölvur. Hann var fyrst gefinn út á dögum PlayStation 3, uppfærður fyrir PS4 og PC og nú stendur til að uppfæra hann aftur fyrir nýjustu kynslóðina. Til stóð að gefa uppfærsluna út í nóvember en henni var frestað fram á næsta ár. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Rockstar hefur um skeið unnið að gerð GTA 6, samkvæmt fréttaflutningi erlendis, en enn er þó allt of langt í að hann verði gefinn út. Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira
Þessi nýja saga gerist nokkrum árum eftir sögu GTA V sem kom út árið 2013 og snýst um að Franklin rekur umboðsskrifstofu einhverskonar og tekur Dr. Dre að sér sem skjólstæðing. Spilarar munu í framhaldi þurfa að leysa vandamál þeirra og hjálpa þeim að gefa út lög sem Dr. Dre samdi sérstaklega fyrir leikinn. Dr. Dre hefur áður komið við sögu í GTA Online en hann birtist óvænt í leiknum vegna Cayo Perico-ránsins í fyrra, samkvæmt frétt Polygon. In the years since he and his accomplices knocked over the Union Depository, Los Santos hustler Franklin Clinton has been making moves of his own.Introducing The Contract, a new GTA Online story coming December 15 featuring Dr. Dre, new music and more: https://t.co/07q6zZY2He pic.twitter.com/KNk96P1Osc— Rockstar Games (@RockstarGames) December 8, 2021 Eins og áður segir gaf Rockstar GTA V fyrst út árið 2013. Síðan þá hefur leikurinn, sem er arðbærasta skemmtanaafurð sögunnar, ítrekað verið gefinn út fyrir nýjar og betri leikjatölvur. Hann var fyrst gefinn út á dögum PlayStation 3, uppfærður fyrir PS4 og PC og nú stendur til að uppfæra hann aftur fyrir nýjustu kynslóðina. Til stóð að gefa uppfærsluna út í nóvember en henni var frestað fram á næsta ár. Sjá einnig: Gefa GTA V út í nóvember, enn eina ferðina Rockstar hefur um skeið unnið að gerð GTA 6, samkvæmt fréttaflutningi erlendis, en enn er þó allt of langt í að hann verði gefinn út.
Leikjavísir Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fleiri fréttir Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur GameTíví: Erfið fjallganga hjá strákunum Kingdom Come Deliverance 2: Geggjuð fyrirsögn um geggjaðan leik Gráir fyrir járnum í GameTíví Sniper Elite: Resistance - Fátt nýtt í annars allt í lagi leik Sjá meira