Fjögur mörk og þrjú rauð er Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 22:21 Dómari leiksins hafði í nægu að snúast í leik Porto og Atlético Madrid í kvöld. Octavio Passos/Getty Images Alls fóru fram átta leikir í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Atlético Madrid tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 3-1 útisigri gegn Porto þar sem öll mörk leiksins, sem og þrjú rauð spjöld, litu dagsins ljós í seinni hálfleik. Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Madrídingar þurftu á sigri að halda í kvöld til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum, og fyrst að AC Milan tapaði gegn Liverpool nægði Porto jafntefli í kvöld. Staðan var markalaus í hálfleik, en það átti svo sannarlega eftir að breytast í þeim síðari. Antoine Griezmann kom gestunum frá Madríd yfir á 56. mínútu eftir stoðsendingu frá Thomas Lemar. Erfitt er að rekja nákvæmlega í stuttu máli hvað gerðist á 67. mínútu, en til að taka það samanfóru þrjú gul spjöld, og eitt rautt á loft. Eftir miklar stimpingar var það Yannick Carrasco í liði Atlético Madrid sem fékk að fjúka af velli. Látunum var þó alls ekki lokið því að aðeins mínútu eftir að leikurinn fór af stað á ný var hann stöðvaður aftur og varamaðurinn Wendell fór sömu leið og mótherji sinn. Fimm mínútum síðar fór þriðja rauða spjald leiksins á loft. Augustin Marchesin, sem enn var ónotaður varamaður hjá Porto, lét þá dómara leiksins heyra það og þurfti því að fylgjast með restinni af leiknum úr stúkunni. Lokamínútur leiksins buðu einnig upp á veislu, en á 90. mínútu tvöfaldaði Angel Correa forystu gestanna, áður en Rodrigo De Paul breytti stöðunni í 3-0 tveimur mínútum síðar. Heimamenn skoruðu eitt sárabótamark á sjöttu mínútu uppbótartíma af vítapunktinum. Sergio Oliveira skoraði markið eftir að Mario Hermoso braut á Evanilson. Öll úrslit kvöldsins A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Paris Saint-Germain 4-1 Club Brugge RB Leipzig 2-1 Manchester City B-riðill AC Milan 1-2 Liverpool Porto 1-3 Atlético Madrid C-riðill Ajax 4-2 Sporting CP Borussia Dortmund 5-0 Besiktas D-riðill Real Madrid 2-0 Inter Shakhtar Donetsk 1-1 FC Sheriff
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01 Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00 Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Tottenham - Liverpool | Meistararnir mæta til leiks án Salah Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Sjá meira
Liverpool slökkti í vonum AC Milan Liverpool gerði út um vonir AC Milan um að komast í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu með 2-1 útisigri í kvöld. Sigurinn þýðir einnig að Liverpool endar með fullt hús stiga í riðli sem einhverjir kölluðu dauðariðilinn. 7. desember 2021 22:01
Real Madrid tryggði sér sigur í D-riðli Real Madrid tryggði sér toppsæti D-riðils með sigri gegn Inter í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Lokatölur urðu 2-0, en leikurinn var hreinn úrslitaleikur um efsta sæti riðilsins. 7. desember 2021 22:00