Ofurdeild Evrópu óþörf: Vandræði Barcelona, Dortmund og Atlético sanna það Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2021 07:01 Atlético Madríd eru sem stendir í neðsta sæti B-riðils Meistaradeildar Evrópu. Cristian Trujillo/Getty Images Síðasta umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í kvöld. Enn á fjöldi liða eftir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Þar á meðal er spænska stórliðið Barcelona sem má muna fífil sinn fegurri, liðið þarf í raun á kraftaverki að halda til að komast áfram. Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira
Það má færa ágætis rök fyrir því að riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár sýni og sanni að svokölluð „Ofurdeild Evrópu“ er með öllu óþörf. Barcelona heimsækir Bayern München annað kvöld og þarf að öllum líkindum á sigri að halda til að komast áfram í 16-liða úrslit. Börsungar eru með bakið upp við vegg.Pedro Salados/Getty Images Fari það svo að Barcelona falli úr leik verður það í fyrsta sinn síðan tímabilið 2003-2004 sem útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu fer af stað án þess Barcelona sé eitt af liðunum í pottinum. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að skömmu eftir að Barcelona var eitt þeirra 12 félaga sem vildi stofna svokallaða „Ofurdeild“ Evrópu er félagið á leiðinni í Evrópudeildina. Deild sem önnur af téðum 12 félögum þekkja ágætlega. Þó Erling Braut Håland og félagar í Borussia Dortmund séu í 2. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og virðist ætla að veita Bayern alvöru keppni um þýska meistaratitilinn mun liðið spila í Evrópudeildinni eftir áramót. Þá þarf AC Milan á sigri að halda gegn Liverpool – sem er með fullt hús stiga – til að eiga möguleika á að komast í 16-liða úrslit. Í sama riðli þurfa Spánarmeistarar Atlético Madríd einnig á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram. Sem stendur er Porto á leiðinni í 16-liða úrslit og lærisveinar Diego Simeone á leiðinni í frí frá bæði Meistara- og Evrópudeild út tímabilið. Spurningin er því: Hver þarf „Ofurdeild“ þegar þú hefur spennu sem þessa? Í G-riðli eru engin ef til vill engin stórlið en spennan er óbærileg. Öll fjögur lið riðilsins – Lille, Salzburg, Sevilla og Wolfsburg – geta enn komist áfram í 16-liða úrsli keppninnar. Þó gengi liðanna hafi ef til vill ekki verið jafn gott og fyrsta umferð benti til þá hafa Sheriff Tiraspol og Young Boys frá Sviss einnig komið okkur á óvart í Meistaradeild Evrópu á þessari leiktíð. Ef til vill var það ástæðan fyrir því að „stærstu“ lið álfunnar vildu títtnefnda Ofurdeild. Þau vildu ekki láta lið á borð við Young Boys og Sheriff koma sér á óvart. Þau vildu ekki eiga á hættu að detta út í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sum þeirra vildu bara fá að leika með frekar en að dúsa í kjallaranum (Sambandsdeild Evrópu). Antonio Conte og Harry Kane eru sem stendur í Sambandsdeild Evrópu.Ryan Pierse/Getty Images Vissulega getur Meistaradeildin verið fyrirsjáanleg en það á við um nær allar íþróttir, bestu og ríkustu liðin vinna oftar en þau tapa. Það á líka við í Meistaradeild Evrópu en að því sögðu hefur tímabilið í ár boðið upp á fjölda óvæntra úrslita. Hver veit nema við fáum fleiri slík í kvöld eða á morgun? Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Ofurdeildin Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Fótbolti „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Handbolti Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Sport Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Fleiri fréttir Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Sjá meira