Vísindamenn neita því að bólusetningar ýti undir hjartavandamál íþróttafólks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. desember 2021 11:01 Samherjar Christan Eriksens í danska liðinu slógu skjaldborg utan um hann meðan læknar meðhöndluðu hann eftir að Eriksen fór í hjartastopp gegn Finnlandi á EM í sumar. Eriksen var ekki bólusettur. Stuart Franklin/AP Undanfarið hefur borið á að leikmenn og stuðningsfólk í hinum ýmsu íþróttum hafi hnigið til jarðar á meðan leik eða æfingu stendur. Ástæðan er nær alltaf tengd hjartavandamálum viðkomandi á einn eða annan hátt. Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Ákveðinn hópur vill tengja aukningu í atvikum sem þessum við bólusetningar gegn kórónuveirunni. Þessu neita vísindamenn statt og stöðugt og segja enga fylgni vera á milli bólusetningar og leikmanna sem hníga niður. Frægasta dæmið er eflaust Christian Eriksen, leikmaður danska landsliðsins og Inter Milan, en hann hné niður í leik Danmerkur og Finnlands á Evrópumótinu sem fram fór í sumar. Eriksen fór í hjartastopp. Í kjölfarið fór umræða af stað að mögulega væri þetta bóluefninu sem á að vernda fólk gegn kórónuveirunni að kenna. Það gleymdist þó í umræðunni að Eriksen var alls ekki bólusettur á þeim tíma. Ásamt Eriksen hafa hins mýmörg atvik komið upp á undanförnum mánuðum. Fyrir okkur Íslendinga ber helst að nefna Emil Pálsson sem hneig niður í leik Sogndal og Stjørdals-Blink í norsku B-deildinni í fótbolta. Hann fór einnig í hjartastopp. Sem betur fer var fólk á Fosshaugane-vellinum vel með á nótunum en Emil fór í hjartastopp. Starfsfólk vallarins kom honum til bjargar og hann horfir nú fram veginn eftir þessa skelfilegu lífsreynslu. Samkvæmt vísindamönnum sem The Telegraph ræddi við eru meiri líkur að veiran sjálf hafi þessi áhrif á fólk heldur nokkurn tímann bólusetningar. „Allt sem bóluefni geta mögulega orsakað bliknar í samanburði við það sem veiran getur orsakað,“ sagði prófessor Keith Neal í grein The Telegraph. Neal hefur 25 ára reynslu er kemur að rannsóknum á smitsjúkdómum og sýkingum. Prófessor Jonathan Ball tók í sama streng: „Rannsóknir sýna að Covid er líklegra til að valda hinum ýmsum hjartakvillum heldur en bóluefni nokkurn tímann.“ Vísindamenn hafa hins vegar báðir áhyggjur af ummælum hinna ýmsu sparkspekinga sem hafa látið gamminn geysa er varðar mögulega tengingu milli atvikanna sem nefnd voru hér að ofan og bólusetninga. Scientists reject vaccine 'theory' after spate of players and fans collapsing | @Tom_Morgs https://t.co/2QVj4SQJf7— Telegraph Sport (@TelegraphSport) December 2, 2021 „Það eru margar ástæður fyrir því að íþróttafólk hnígur niður innan vallar og sömuleiðis ástæður fyrir því að það kemur í bylgjum. Við verðum að passa okkur að finna ekki einn sökudólg fyrr en atvikin hafa verið rannsökuð almennilega. Það er freistandi að kenna Covid-bóluefnum um en sparkspekingar hafa samfélagslega ábyrgð og eiga ekki að vera ýta undir fordóma gegn bóluefnum án þess að geta stutt mál sitt á einn eða annan hátt,“ sagði prófessor Robert Dingwall um málið. „Því hefur lengi verið haldið fram að íþróttamenn ættu að passa sig sérstaklega er þeir snúa aftur til æfinga eftir að hafa fengið veirusýkingu. Það kæmi því ekki á óvart að væg Covid-sýking myndi hafa meiri áhrif á þennan hóp heldur en aðra. Það eru hins vegar engin sönnunargögn sem benda til þess að ákveðinn vírus orsaki ákveðna atburði eða röð atburða,“ bætti Dingwall við að endingu.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjartastopp hjá Christian Eriksen Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira