Höfnuðu nýju svínabúi í Árborg vegna fjölda andmæla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. desember 2021 08:13 Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarsviðs Árborgar barst fjöldi mótmæla gegn svínabúinu. Bæjarstjórn Árborgar hefur samþykkt tillögu skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins, sem lagði til að fallið yrði frá áformum um deiliskipulag fyrir svínabú á jörðinni Hólar. Þá lagði nefndin einnig til að fallið yrði frá hugmyndum um að skilgreina iðnaðarsvæði á umræddum stað. Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu. Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Bæjarstjórn Árborgar hafði á fundi í september síðastliðnum samþykkt skipulagslýsingu áætlaðs deiliskipulags fyrir svínabú á Hólum en lýsingin tók til um 5 hektara svæðis norðan Gaulverjabæjarvegar, þar sem til stóð að reisa 600 gylltna svínabú með möguleika á stækkun húsakosts og aukinni framleiðslu á síðari stigum. Samkvæmt fundargerð skipulags- og byggingarnefndar barst hins vegar fjöldi andmæla og athugasemda, frá umsagnaraðilum, félagasamtökum og einstaklingum. Vörðuðu þær til að mynda, lyktarmengun, hljóðmengun, aukinn umferðarþunga, mengun grunnvatns, sýkingarhættu grunnvatns og nálægð við frístundabyggð og fornminjar. Að því er fram kemur í erindi nágranna Hóla var um að ræða umsókn frá Síld og fisk, sem framleiðir og selur vörur undir merkjum Ali. Í umræddu erindi segir meðal annars að svíabúið muni hafa í för með sér lyktar- og jarðvegsmengun, auk þess sem áhyggjum er lýst af nálægð búsins við nærliggjandi bæi og byggð. „Svínabú af því tagi sem hér er rætt um mun fela í sér verulegar umhverfisraskanir sem hafa neikvæð áhrif á nánasta umhverfi svínabúsins og þar með talið allar nálægar jarðir, íbúa þess og framtíðaruppbyggingu á jörðunum. Öllum má ljóst vera að af slíkri starfsemi hlýst mengun vegna úrgangs og lyktar sem mun dreifast víða. Svínabú af þessari stærð á ekki heima á svo þéttbýlu svæði sem Flóinn er,“ segir í erindinu.
Árborg Landbúnaður Matvælaframleiðsla Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira