Omíkron-smitið staðfest og sá smitaði á Landspítala Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2021 22:20 Verið er að raðgreina sýni úr þeim sem talinn er hafa smitast af afbrigðinu. Vísir/Vilhelm Búið er að staðfesta að sjúklingur á Landspítalanum er smitaður af Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Ekki er vitað hvar viðkomandi smitaðist en hann hafði ekki verið í útlöndum. Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt Mbl og er vitnað í Má Kristjánsson, yfirlækni smitsjúkdómadeildar Landspítala. Ekki náðist í hann við vinnslu fréttarinnar. Smitgreining stendur yfir. Fréttin hefur verið uppfærð. Omíkron hefur greinst víðsvegar um heiminn frá því hún er talin hafa greinst fyrst í Suður-Afríku en vísindamenn þaðan tilkynntu afbrigðið til Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þann 24. nóvember. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í pistli á Covid.is í dag að afbrigðið hefði greinst hjá 57 manns í tólf löndum Evrópska efnahagssvæðisins. Allir væru með tiltölulega væg einkenni og engin dauðsföll hefðu verið tilkynnt. Þá væru margir hinna smituðu fullbólusettir. Sjá einnig: Omíkron greinst í tólf löndum EES Alls hefur afbrigðið greinst í minnst 23 ríkjum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Í Suður-Afríku, þar sem afbrigðið greindist fyrst, tvöfaldaðist fjöldi nýsmitaðra milli daga en nærri því 8.600 greindust smitaðir þar í gær. Vísindamenn segja Omíkron-afbrigðið hafa tekið fram úr Delta-afbrigðinu miðað við sýnin sem verið sé að raðgreina. Enn er tiltölulega lítið vitað um afbrigðið en það er töluvert mikið stökkbreytt samanborið við Delta-afbrigðið sem er ráðandi í heiminum. Vísindamenn óttast að það dreifist auðveldar manna á milli og komist auðveldar hjá þeim vörnum sem bóluefni gegn Covid-19 veita, vegna stökkbreytinganna. Lagði til bólusetningarskyldu í Evrópu Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, lagði til í dag að ráðamenn í Evrópu íhugi alvarlega að setja á bólusetningarskyldu. Von der Leyen sagði í samtali við blaðamenn í dag að Evrópa stæði frammi fyrir tvöfaldri áskorun, annars vegar væri það fjórða bylgja faraldursins og hins vegar útbreiðsla Omíkron. Í ljósi þessa væri mikilvægara sem aldrei fyrr að fólk væri bólusett en hún sagði að 27 ríki Evrópusambandsins þyrftu að gefa alvarlega í til að ná bólusetningarmarkmiðum. Þá verði nægt framboð að aukaskömmtum fyrir örvunarbólusetningu. Auk bólusetninga hvatti framkvæmdastjórnin ríki til að fara daglega yfir ferðatakmarkanir og grípa til viðeigandi aðgerða, til að mynda ef Omíkron afbrigðið greinist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Tengdar fréttir Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55 140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30 Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49 Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51 Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík Innlent Fleiri fréttir Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Hægur vindur og slæm loftgæði „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Snjórinn léttur og laus í sér og fer auðveldlega af stað Stefnir ótrauð á landsfund að austan og segir veðrið ekki vandamál Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Sögulegt ár á fasteignamarkaði að baki Kórónugos stefnir á jörðina og von á litríkum norðurljósum Bestu augnablikin úr Kryddsíldinni Yfir tvö hundruð skjálftar hjá Eldey „Handfærin geta aldrei ógnað neinum fiskistofni“ María Kristjánsdóttir er látin Kviknaði í frystihúsinu út frá flugeldum Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Hafa þegar brugðist við mörgum ábendingum umboðsmanns um Stuðla Eldur og skemmdir vegna flugelda Eldsvoði í gömlu frystihúsi í Vogum Skjálftavirkni í Mýrafjöllum stóraukist á árinu Sjá meira
Omíkron greinst í tólf löndum EES Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. 1. desember 2021 12:55
140 greindust innanlands 140 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 72 af þeim 140 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 51 prósent. 68 voru utan sóttkvíar, eða 49 prósent. 1. desember 2021 10:30
Handtóku par sem flúði af sóttkvíarhóteli Ómíkrón greindra Lögreglan í Hollandi handtók í gær par sem hafði flúið af sóttkvíarhóteli í Amsterdam. Fólkið var handtekið um borð í flugvél á Schiphol-flugvelli, sem var við það að taka á loft þegar lögreglu bar að garði. 29. nóvember 2021 06:49
Frumrannsóknir bendi til aukinnar hættu á endursýkingu vegna Ómíkron Fyrstu vísbendingar benda til þess að auknar líkur séu á að fólk, sem þegar hefur smitast af kórónuveirunni, smitist aftur af Ómíkron-afbrigði hennar, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. 28. nóvember 2021 18:51