Það var erfið fæðing hjá stórskotaliði Bæjara þegar Bielefeld, sem er í næstneðsta sæti deildarinnar, heimsótti Allianz leikvanginn í Munchen í kvöld.
Bayern þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsæti deildarinnar af Dortmund en þrátt fyrir töluverða yfirburði stærstan hluta leiksins átti Bayern erfitt með að koma boltanum yfir marklínuna.
Það var ekki fyrr en á 71.mínútu sem Leroy Sane náði að koma Bæjurum í forystu eftir undirbúning Thomas Muller.
Reyndist það eina mark leiksins og 1-0 sigur Bayern staðreynd.