Fær sjálf að taka upp nafnið Lán en hryssan ekki Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. nóvember 2021 19:12 Þeba Björt Karlsdóttir og hryssan hennar, Lán. Samsett Hestaeigandi á Austurlandi furðar sig á því að fá ekki að nefna hryssu sína Lán. Hestanafnanefnd hafnaði nafninu vegna þess að það er hvorugkynsorð - en hægðarleikur var hins vegar að fá það samþykkt hjá mannanafnanefnd. Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“ Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira
Síðan árið 2017 hefur þurft blessun tveggja manna hestanafnanefndar til að fá hreinræktuð hross skráð í gagnabankann WorldFeng. Nefndin var sett á laggirnar af „illri nauðsyn“, líkt og það var orðað í fréttum á sínum tíma, en bera tók á því að hestaeigendur nefndu hross sín klúrum nöfnum. Það vakti athygli árið 2017 þegar nefndin hafnaði nafninu Mósan með greini - sem síðar náði þó fram að ganga. Datt ekki í hug að hestanafnanefnd væri til En kynnum þá til sögunnar Lán, mósótta vetrargamla hryssu, frá Álftafirði á Austurlandi. Þeba Björt Karlsdóttir eigandi hennar óskaði eftir því í byrjun mánaðar að fá nafnið samþykkt hjá hestanafnanefnd. Nafnið beygist eins og kvenmannsnafnið Rán, þ.e. Lán, um Lán, frá Lán til Lánar. En nefndin hafnaði nafninu. „Af því að þetta er hvorugkynsnafnorð en ekki kvenkynsnafnorð,“ segir Þeba um rökstuðning nefndarinnar. „En mér datt ekki í hug að það væri til eitthvað sem héti hestanafnanefnd.“ Lán á beit með félaga sínum.úr einkasafni „Gjörsamlega út í hött“ Þebu, ósáttri við þessar lyktir málsins, var þá bent á að senda erindi vegna nafnsins á ensku til stjórnar WorldFengs. Hún á von á svari þaðan nú í vikunni. „En á sama tíma þá sendi ég inn til mannanafnanefndar beiðni um að fá að taka upp nafnið Lán. Og það var samþykkt núna. Þannig að ég má heita Lán, en ekki merin mín,“ segir Þeba. Mannanafnanefnd komst að þeirri niðurstöðu að nafnið Lán í kvenkyni tæki íslenskri beygingu í eignarfalli og uppfyllti þar með ákvæði mannanafnalaga. Þeba kveðst þrátt fyrir allt bjartsýn á framhaldið. „Mönnum finnst þetta gjörsamlega út í hött. Fyrst að þetta er komið í mannanafnefnd og orðið kvenkyns nafnorð þá hlýt ég að mega nefna merina mína þessu nafni.“
Dýr Mannanöfn Hestar Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Sjá meira