RAX Augnablik: „Þegar maður vaknaði þá var maður á kafi í snjó Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. nóvember 2021 07:01 Hundurinn Glói tók á móti þeim félögum í norðangarranum sem blés hressilega þann daginn, og Ragnar stóðst ekki mátið að smella af honum mynd. Vísir/RAX Árið 1996 heimsótti Ragnar Axelsson hjónin Björn og Hildi í Grjótnesi á Melrakkasléttu, ásamt Guðna Einarssyni blaðamanni, til þess að kynnast þeim og lífinu í Grjótnesi. Hjónin voru tvö eftir á bæ sem taldi hátt í 40 íbúa þegar best lét. Hundurinn Glói tók á móti þeim félögum í norðangarranum sem blés hressilega þann daginn, og Ragnar stóðst ekki mátið að smella af honum mynd. RAX og Guðni völdu að gista í bílnum í miklu frosti þar sem hús hjónanna var aðeins upphitað að hluta. Þeir vöknuðu þó ískaldir. „Það var tíu til tólf stiga frost en það var það kalt að það snjóaði inni. Þegar maður vaknaði þá var maður á kafi í snjó. Kannski var það líka af því að bíllinn var svo óþéttur. Þetta var skemmtilegur bíll en versti bíll í heimi.“ Bílnum fylgdu fleiri vandamál, sem meðal annars urðu til þess að þeir komu báðir heim læstir í bakinu. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Í norðangarra í Grjótnesi er tæpar sex mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Í norðangarra í Grjótnesi Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Allt í einu fór heimurinn á hvolf“ Í fimmta þætti af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina sem prýðir forsíðu bókarinnar Andlit norðursins, Guðjón við Dyrhólaey. 27. september 2020 08:00 RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Hjónin voru tvö eftir á bæ sem taldi hátt í 40 íbúa þegar best lét. Hundurinn Glói tók á móti þeim félögum í norðangarranum sem blés hressilega þann daginn, og Ragnar stóðst ekki mátið að smella af honum mynd. RAX og Guðni völdu að gista í bílnum í miklu frosti þar sem hús hjónanna var aðeins upphitað að hluta. Þeir vöknuðu þó ískaldir. „Það var tíu til tólf stiga frost en það var það kalt að það snjóaði inni. Þegar maður vaknaði þá var maður á kafi í snjó. Kannski var það líka af því að bíllinn var svo óþéttur. Þetta var skemmtilegur bíll en versti bíll í heimi.“ Bílnum fylgdu fleiri vandamál, sem meðal annars urðu til þess að þeir komu báðir heim læstir í bakinu. Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. RAX Augnablik eru örþættir og þátturinn Í norðangarra í Grjótnesi er tæpar sex mínútur að lengd. Klippa: RAX Augnablik - Í norðangarra í Grjótnesi Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Ljósmyndun RAX Tengdar fréttir RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00 RAX Augnablik: „Allt í einu fór heimurinn á hvolf“ Í fimmta þætti af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina sem prýðir forsíðu bókarinnar Andlit norðursins, Guðjón við Dyrhólaey. 27. september 2020 08:00 RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01 Mest lesið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
RAX Augnablik: „Þetta var falleg vinátta manns og hunds“ Ragnar Axelsson smellti mynd af Axel á Gjögri, þar sem hann sat í bátnum sínum og sagði honum sögu. Á steini við hlið hans var hundurinn Týri, en ljósmyndarinn bað ekki um leyfi áður en hann tók þessa einstöku mynd. 3. janúar 2021 07:00
RAX Augnablik: „Allt í einu fór heimurinn á hvolf“ Í fimmta þætti af RAX Augnablik segir ljósmyndarinn söguna á bak við myndina sem prýðir forsíðu bókarinnar Andlit norðursins, Guðjón við Dyrhólaey. 27. september 2020 08:00
RAX Augnablik: Stórkostleg undraveröld íshellanna „Ég ólst eiginlega upp undir jöklinum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 21. nóvember 2021 07:01