Messias hélt lífi í vonum AC Milan | Dortmund úr leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. nóvember 2021 22:25 Messias var bjargvættur AC Milan í kvöld. Denis Doyle/Getty Images Nú er öllum átta leikjum kvöldsins í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu lokið. Junior Messias tryggði AC Milan 1-0 sigur gegn Atlético Madrid í B-riðli og Borussia Dortmund er úr leik eftir 3-1 tap gegn Sporting. Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira
Messias var bjargvættur AC Milan þegar hann skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri liðsins gegn Atlético Madrid á 87. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður. AC Milan er nú með fjögur stig þegar ein umferð er eftir, líkt og Atlético Madrid, einu stigi á eftir Porto sem situr í öðru sæti. Atléticó Madrid situr ofar en AC Milan á fleiri útivallarmörkum skoruðum í innbyrgðis viðureginum liðanna og Milan-liðið þarf því að vinna Liverpool í lokaumferðinni og treysta á að Porto og Atlético geri jafntefli á sama tíma. 3 golden points: we're still in the race lads, c'monnn! 👊3 punti d'oro: siamo ancora in corsa. Forza Milan! 👊#AtletiMilan #UCL #SempreMilan pic.twitter.com/1sOfygTy4s— AC Milan (@acmilan) November 24, 2021 Pedro Goncalves skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik fyrir Sporting gegn Dortmund og sá til þess að staðan var 2-0 þegar gengið var til búningsherbergja. Gestirnir í Dortmund gerðu sér ekki auðveldara fyrir þegar Emre Can fékk að líta beint rautt spjald á 74. mínútu og liðið þurfti því að spila manni færri seinasta stundarfjórðunginn. Þegar um tíu mínútur voru til leiksloka fékk Pedro Goncalves tækifæri til að fullkomna þrennu sína af vítapunktinum, en Gregor Kobel í marki Dortmund sá við honum. Pedro Porro var þó fyrstur að átta sig og skallaði frákastið í netið. Donyell Malen minnkaði muninn fyrir gestina í uppbótartíma, en þá voru úrslitin nú þegar ráðin. Niðurstaðan 3-1 sigur Sporting og liðið á leið í 16- liða úrslit á kostnað Dortmund sem þarf að gera sér Evrópudeildina að góðu. Úrslit kvöldsins A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
A-riðill Club Brugge 0-5 RB Leipzig Manchester City 2-1 PSG B-riðill Atlético Madrid 0-1 AC Milan Liverpool 2-0 Porto C-riðill Besiktas 2-1 Ajax Sporting 3-1 Dortmund D-riðill Inter 2-0 Shakhtar Donetsk Sheriff 0-3 Real Madrid
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Arndís Diljá í úrslit á EM: „Ótrúlega gaman að hafa náð því“ Sport Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Fleiri fréttir Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jota í frægðarhöll Úlfanna United gerir tilboð í Mbeumo í þriðja sinn Englendingar áfram eftir ótrúlega vítaspyrnukeppni Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Átján ára norskt undrabarn til City Neymar með sigurmarkið í fyrsta heila leiknum í marga mánuði Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Sjá meira